Vinskapur viðskipta-félaga breytist í óvild 10. febrúar 2007 00:01 Skemmtisnekkja Báturinn Thee Viking spilar hlutverk í aðdraganda Baugsmálsins. Aðilar eru þó ekki sammála um hver átti bátinn í raun. Jón Gerald Sullenberger segist hafa átt bátinn í félagi við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, en þeir segja að Jón Gerald hafi átt hann einn. Hið svokallaða Baugsmál hefur verið fréttaefni árum saman, allt frá því að húsleit var gerð í höfuðstöðvum Baugs 25. ágúst 2002. Þeir sem fylgst hafa með fréttum af rekstri þessa gríðarlega viðamikla sakamáls hafa séð hvernig ferill þess hefur verið, innan réttarsalarins sem utan, og varla hefur farið framhjá nokkrum manni að aðilar málsins bera sumir hverjir „þungan hug“ hver til annars, eins og það var orðað í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Til að átta sig á öllum hliðum Baugsmálsins verður að fara lengra aftur í tímann en til húsleitarinnar í ágúst 2002. Það verður að fara lengra aftur en til fundar Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Hreins Loftssonar, þáverandi stjórnaformanns Baugs, í London í lok janúar 2002. Og lengra aftur en til harðra ummæla Össurs Skarphéðinssonar, þáverandi formanns Samfylkingarinnar, um matvælamarkaðinn á Alþingi um miðjan janúar það sama ár.Viðskipti og vináttaKynntust í fjölskylduboði Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Gerald Sullenberger kynntust í fjölskylduboði snemma á tíunda áratugnum, og viðskiptasamband var komið á árið 1991. Fréttablaðið/Samsett myndTil að skilja Baugsmálið verður að fara aftur til þess tíma þegar persónur og leikendur í þessari löngu og flóknu sögu kynntust. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, sagði þegar hann bar vitni fyrir héraðsdómi í upphaflega Baugsmálinu að hann og Jón Ásgeir, sonur Jóhannesar og forstjóri Baugs Group, hafi fyrst kynnst Jóni Gerald Sullenberger í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar í fjölskylduboði. Um upphaf sambandsins ríkir ekki ágreiningur, því Jón Gerald hefur sagt sömu sögu. Feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes höfðu stofnað fyrstu Bónusverslunina árið 1989 og þegar þeir kynntust Jóni Gerald var hann búsettur í Flórída í Bandaríkjunum og starfrækti þar fyrirtækið Nordica Inc. Jón Gerald var í góðu vinfengi við tvo stjórnendur hjá bandarísku verslanakeðjunni Wal Mart. Annar þeirra var Jim Schafer, þá svæðisstjóri hjá Wal Mart, sem kom mikið við sögu þegar Baugur reyndi síðar að hasla sér völl í Bandaríkjunum. Strax árið 1991 var komið á viðskiptasamband milli Bónusfeðga og Jóns Geralds. Nordica keypti inn vörur í Bandaríkjunum sem seldar voru í verslunum hér á landi. Jóhannes hefur sagt að Jón Gerald hafi til dæmis séð um innkaup á 90 prósentum af barnafötunum sem seld voru í barnafataversluninni Mikka og Mínu. En þau viðskipti sem mestu skiptu fyrir báða aðila voru viðskipti með matvöru sem Jón Gerald keypti af félögum sínum í Wal Mart. Hann hefur sjálfur sagt að þar hafi hann fengið sömu kjör við kaup á vörum eins og almennar Wal Mart-verslanir. Jón Gerald sá þannig um innkaup á matvörunni og kom henni í skip til Íslands. Ljóst er að starfsemi tengd þessum útflutningi til Íslands var verulegur hluti af starfsemi Nordica. Hversu mikill hluti liggur ekki fyrir, en Jón Gerald bar í héraðsdómi í febrúar 2006 að hlutfallið hafi verið breytilegt eftir árum. Eftir að þetta viðskiptasamband komst á myndaðist góður vinskapur milli fjölskyldu Jóhannesar og Jóns Geralds. Jón Gerald rak í gegnum tíðina skemmtibáta í Flórída sem íslenskir viðskiptafélagar hans höfðu aðgang að. Frásögnum ber ekki saman um það hvort þeir hafi átt hlut í bátunum. Sá síðasti, og jafnframt stærsti, bar nafnið Thee Viking. Um hann hefur Jón Gerald sagt að hann hafi átt hlut í bátnum á móti Jóni Ásgeiri og Jóhannesi. Jón Ásgeir hefur hins vegar sagt að hann hafi ekki átt hlut í bátnum. Á þessum tíma tók Jón Gerald einnig að sér að útvega glæsibifreiðar fyrir vini sína á Íslandi. Hann sagði fyrir héraðsdómi að hann hafi útvegað samtals sex til sjö bíla fyrir fjölskyldu Jóhannesar, fyrst árið 1996 og síðan allt til ársins 2001 eða 2002. Jón Ásgeir staðfesti þetta í vitnaleiðslum við sömu réttarhöld, utan þess sem hann sagði bílana hafa verið sjö til níu talsins. Árin liðu og viðskiptin með vörur frá Bandaríkjunum gengu vel. En árið 1999 tóku gildi ný lög í Evrópu þar sem gerð var krafa um að vörur sem fluttar væru frá Bandaríkjunum til Evrópu væru merktar sérstaklega. Þetta þýddi að ekki var hægt að halda óbreyttum viðskiptum milli Jóns Geralds og Bónusfeðga, sem höfðu þá stofnað fyrirtækið Baug utan um reksturinn. Jón Gerald og Baugur náðu þá samningum um að Nordica myndi opna vöruhús þar sem vörur væru merktar fyrir Evrópumarkað, endurpakkaðar og sendar til Íslands í gámum. Jón Gerald sagði í viðtali við Morgunblaðið að samið hefði verið um það að viðskiptin yrðu að lágmarki þrjár milljónir dollara á ári, eða honum ella greitt það sem vantaði upp á þá upphæð, enda hafi hann þurft það til að standa undir fjárfestingunni á vöruhúsi, starfsemi og tækjum.Kastast í kekkiVið þetta sagði Jón Gerald að hafi aldrei verið staðið og strax árið 1999 komst Jón Gerald í fjárhagskröggur. Á þessum tíma var gengisþróunin afar óhagstæð fyrir viðskiptin og dýrt að flytja inn vörur frá Bandaríkjunum til Íslands. Jón Gerald hefur einnig lýst því svo að á þessum tíma hafi Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, þáverandi aðstoðarforstjóri Baugs, og aðrir forkólfar úr íslensku viðskiptalífi verið fastagestir í Flórída, þar sem Jón Gerald rak skemmtibátinn Thee Viking. Meðal þessara forkólfa segir hann hafa verið bankastjórnendur frá KB banka (nú Kaupþingi) og Íslandsbanka (nú Glitni). Baugur hætti svo viðskiptum við Jón Gerald í byrjun árs 2001. Um þessi sambandsslit sagði Jón Ásgeir fyrir dómi að kastast hafi í kekki þegar Jón Gerald fór að gera meiri kröfur um viðskipti. Þá hafi yfirmaður matvælasviðs hjá fyrirtækinu ákveðið að hætta viðskiptum við Nordica. Jón Gerald segir söguna öðruvísi. Hann segir forráðamenn Baugs ekki hafa staðið við gerða samninga, þeir hafi keypt fyrir mun lægri upphæð en samið var um, auk þess sem ekki hafi verið staðið við samninga sem gerðir voru við viðskiptafélaga hans, Jim Schafer. Fyrir héraðsdómi í byrjun árs 2006 bar Jón Gerald að hann hafi verið gerður háður viðskiptum við Baug kerfisbundið og hann hafi tapað á þeim viðskiptum. Eftir að Baugur hætti viðskiptum við Jón Gerald reyndi hann ítrekað að innheimta það sem hann sagði félagið skulda sér. Hann hefur sjálfur sagt að honum hafi lítið orðið ágengt við innheimtuna, þrátt fyrir loforð Tryggva Jónssonar og Jóns Ásgeirs. Á þessum tíma er óhætt að segja að vinskapurinn á milli Jóns Geralds og Baugsmanna hafi verið búinn að snúast upp í andhverfu sína. Hann rak samt ennþá bátinn Thee Viking og hitti forsvarsmenn Baugs því af og til, þótt svo virðist sem þau samskipti hafi verið kuldaleg. Í tölvupósti frá Tryggva Jónssyni til Jóns Geralds þann 25. júlí 2002, sem vitnað var til í Fréttablaðinu 28. september 2005, sagði Tryggvi að honum þætti leitt að þeir gætu ekki rætt saman eins og maður við mann. „Við vorum komnir á góðan rekspöl með að klára okkar mál þegar málið tók óvænta stefnu, vegna óuppgerðrar skuldar við Jón Ásgeir að því að mér skilst,“ sagði Tryggvi.Ákvað að þetta þyrfti að stoppaAð endingu ákvað Jón Gerald að koma til Íslands til að leita réttar síns. Um aðdraganda þeirrar ákvörðunar sagði hann í héraðsdómi í byrjun árs 2006: „Ég vissi að þeir voru að misnota fyrirtækið, þeir voru að nota okkur til þess.“ Hann hafi því ákveðið að „þetta þyrfti að stoppa“. Fyrir dómnum var hann spurður út í tölvupóst, sem hann sagðist kannast við að hafa sent Jóni Ásgeiri. Þar er vikið að ágreiningi um viðskipti við Baug og Aðföng, dótturfélag Baugs. Jóhannes Jónsson bar fyrir héraðsdómi í sömu réttarhöldum að hann hafi fengið símtal frá Jóni Gerald áður en sá síðarnefndi kom hingað til lands og fór til lögreglunnar. Jóhannes lýsti samtalinu þannig að þar hafi Jón Gerald sagt sér að vera góður við son sinn, Jón Ásgeir, því hann ætlaði að „stytta líf“ Jóns Ásgeirs. Jón Gerald sagði fyrir dómi að hann hefði vissulega hringt í Jóhannes og viljað í gegnum hann ná í Jón Ásgeir, sem hefði ekki svarað tilraunum hans til að hafa samband. Hann viðurkenndi að hafa verið nokkuð reiður og hótað málsókn á Íslandi. Í samtali við Morgunblaðið síðar rifjar hann símtalið upp og segist hafa orðað þetta þannig: „I am going to take him down.“ Á þessum tíma, árið 2002, ríkti síður en svo friður um matvöruverslun á Íslandi. Í janúar var rætt um matarverð á Alþingi og sagði Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, að stórmarkaðirnir væru að kýla upp matvælaverðið. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í þinginu að til greina kæmi að skipta fyrirtækjum með markaðsráðandi stöðu upp. Í kjölfar þessara ummæla Davíðs óskaði Hreinn Loftsson, þáverandi stjórnarformaður Baugs, eftir fundi með Davíð. Úr varð að þeir hittust í London 22. janúar 2002. Hreinn hefur greint svo frá að þar hafi Davíð sakað Jón Ásgeir um að flytja inn vörur frá Flórída, leggja óhóflega á þær og stinga miklum hagnaði í eigin vasa. Í kjölfar fundarins varaði Hreinn stjórnendur Baugs við því að von gæti verið á aðgerðum samkeppnisyfirvalda gegn félaginu. Í kjölfar þessa skrifaði Hreinn Jóni Ásgeiri og fleiri stjórnendum Baugs bréf þar sem hann hvatti til þess að allt sem greiða þyrfti upp yrði greitt, „svo menn væru ekki að gefa á sér skotfæri,“ og allir væru með „hreint borð“, eins og Hreinn orðaði það í héraðsdómi í febrúar 2002. Í kjölfarið var farið yfir bókhaldið til þess að reyna að tryggja að ekkert væri þar sem gæti orðið fyrirtækinu til vansa ef samkeppnisyfirvöld ákvæðu að skoða matvælamarkaðinn.Erfitt að finna lögmannÁ meðan á þessu stóð var Jón Gerald að leita sér að lögmanni á Íslandi. Hann hefur, bæði fyrir héraðsdómi og í viðtölum, sagt að hann hafi átt mjög erfitt með að finna lögmann sem hann treysti til að taka að sér mál sitt gegn Baugi. Hann leitaði til vinkonu sinnar, Jónínu Benediktsdóttur. Úr varð að þau höfðu samband við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Eins og upplýst var í Fréttablaðinu fundaði Styrmir með Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, sem þá starfaði sem lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Nánar er sagt frá þessu hér til hliðar. Úr varð að Jón Steinar tók að sér að vera lögmaður Jóns Geralds. Rak hann annars vegar málarekstur Jóns Geralds gegn Baugi þar sem Jón Gerald krafðist greiðslna á útistandandi reikningum og hins vegar gaf hann Jóni Gerald ráð varðandi kæru til lögreglu. Jón Gerald hefur sagt að hann hafi gert sér grein fyrir því að með því að fara með málið til lögreglu gæti hann verið að bendla sjálfan sig við saknæmt athæfi. Hann var engu að síður ekki meðal þeirra sem ákærðir voru í upphafi, en með útgáfu endurákæru varð hann einn ákærðu. Sunnudaginn 25. ágúst 2002 átti Jón Gerald fund með Jóni H.B. Snorrasyni, þáverandi yfirmanni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, og lagði fram gögn sem hann sagði sýna fram á ýmislegt misjafnt innan Baugs, þar með talið meint auðgunarbrot Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar. Jón Gerald var yfirheyrður tvo daga í röð vegna málsins og beindist rannsóknin í upphafi að því að kanna hvort Jón Ásgeir og Tryggvi hafi látið Baug greiða tilbúna og ranga reikninga sem í raun hafi verið vegna kaupa á skemmtibátnum Thee Viking. Einnig að því hvort Nordica hafi gefið út tilhæfulausan reikning sem síðan hafi verið gjaldfærður hjá Baugi. Eftir að hafa metið framburð og gögn Jóns Geralds frá sunnudeginum 25. ágúst 2002 gerði efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra húsleit í höfuðstöðvum Baugs Group við Súðavog í Reykjavík þann 28. ágúst. Þannig hófst opinberlega rannsóknin á Baugsmálinu.Á morgun: Baugsmálið í kerfinu Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hið svokallaða Baugsmál hefur verið fréttaefni árum saman, allt frá því að húsleit var gerð í höfuðstöðvum Baugs 25. ágúst 2002. Þeir sem fylgst hafa með fréttum af rekstri þessa gríðarlega viðamikla sakamáls hafa séð hvernig ferill þess hefur verið, innan réttarsalarins sem utan, og varla hefur farið framhjá nokkrum manni að aðilar málsins bera sumir hverjir „þungan hug“ hver til annars, eins og það var orðað í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Til að átta sig á öllum hliðum Baugsmálsins verður að fara lengra aftur í tímann en til húsleitarinnar í ágúst 2002. Það verður að fara lengra aftur en til fundar Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Hreins Loftssonar, þáverandi stjórnaformanns Baugs, í London í lok janúar 2002. Og lengra aftur en til harðra ummæla Össurs Skarphéðinssonar, þáverandi formanns Samfylkingarinnar, um matvælamarkaðinn á Alþingi um miðjan janúar það sama ár.Viðskipti og vináttaKynntust í fjölskylduboði Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Gerald Sullenberger kynntust í fjölskylduboði snemma á tíunda áratugnum, og viðskiptasamband var komið á árið 1991. Fréttablaðið/Samsett myndTil að skilja Baugsmálið verður að fara aftur til þess tíma þegar persónur og leikendur í þessari löngu og flóknu sögu kynntust. Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, sagði þegar hann bar vitni fyrir héraðsdómi í upphaflega Baugsmálinu að hann og Jón Ásgeir, sonur Jóhannesar og forstjóri Baugs Group, hafi fyrst kynnst Jóni Gerald Sullenberger í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar í fjölskylduboði. Um upphaf sambandsins ríkir ekki ágreiningur, því Jón Gerald hefur sagt sömu sögu. Feðgarnir Jón Ásgeir og Jóhannes höfðu stofnað fyrstu Bónusverslunina árið 1989 og þegar þeir kynntust Jóni Gerald var hann búsettur í Flórída í Bandaríkjunum og starfrækti þar fyrirtækið Nordica Inc. Jón Gerald var í góðu vinfengi við tvo stjórnendur hjá bandarísku verslanakeðjunni Wal Mart. Annar þeirra var Jim Schafer, þá svæðisstjóri hjá Wal Mart, sem kom mikið við sögu þegar Baugur reyndi síðar að hasla sér völl í Bandaríkjunum. Strax árið 1991 var komið á viðskiptasamband milli Bónusfeðga og Jóns Geralds. Nordica keypti inn vörur í Bandaríkjunum sem seldar voru í verslunum hér á landi. Jóhannes hefur sagt að Jón Gerald hafi til dæmis séð um innkaup á 90 prósentum af barnafötunum sem seld voru í barnafataversluninni Mikka og Mínu. En þau viðskipti sem mestu skiptu fyrir báða aðila voru viðskipti með matvöru sem Jón Gerald keypti af félögum sínum í Wal Mart. Hann hefur sjálfur sagt að þar hafi hann fengið sömu kjör við kaup á vörum eins og almennar Wal Mart-verslanir. Jón Gerald sá þannig um innkaup á matvörunni og kom henni í skip til Íslands. Ljóst er að starfsemi tengd þessum útflutningi til Íslands var verulegur hluti af starfsemi Nordica. Hversu mikill hluti liggur ekki fyrir, en Jón Gerald bar í héraðsdómi í febrúar 2006 að hlutfallið hafi verið breytilegt eftir árum. Eftir að þetta viðskiptasamband komst á myndaðist góður vinskapur milli fjölskyldu Jóhannesar og Jóns Geralds. Jón Gerald rak í gegnum tíðina skemmtibáta í Flórída sem íslenskir viðskiptafélagar hans höfðu aðgang að. Frásögnum ber ekki saman um það hvort þeir hafi átt hlut í bátunum. Sá síðasti, og jafnframt stærsti, bar nafnið Thee Viking. Um hann hefur Jón Gerald sagt að hann hafi átt hlut í bátnum á móti Jóni Ásgeiri og Jóhannesi. Jón Ásgeir hefur hins vegar sagt að hann hafi ekki átt hlut í bátnum. Á þessum tíma tók Jón Gerald einnig að sér að útvega glæsibifreiðar fyrir vini sína á Íslandi. Hann sagði fyrir héraðsdómi að hann hafi útvegað samtals sex til sjö bíla fyrir fjölskyldu Jóhannesar, fyrst árið 1996 og síðan allt til ársins 2001 eða 2002. Jón Ásgeir staðfesti þetta í vitnaleiðslum við sömu réttarhöld, utan þess sem hann sagði bílana hafa verið sjö til níu talsins. Árin liðu og viðskiptin með vörur frá Bandaríkjunum gengu vel. En árið 1999 tóku gildi ný lög í Evrópu þar sem gerð var krafa um að vörur sem fluttar væru frá Bandaríkjunum til Evrópu væru merktar sérstaklega. Þetta þýddi að ekki var hægt að halda óbreyttum viðskiptum milli Jóns Geralds og Bónusfeðga, sem höfðu þá stofnað fyrirtækið Baug utan um reksturinn. Jón Gerald og Baugur náðu þá samningum um að Nordica myndi opna vöruhús þar sem vörur væru merktar fyrir Evrópumarkað, endurpakkaðar og sendar til Íslands í gámum. Jón Gerald sagði í viðtali við Morgunblaðið að samið hefði verið um það að viðskiptin yrðu að lágmarki þrjár milljónir dollara á ári, eða honum ella greitt það sem vantaði upp á þá upphæð, enda hafi hann þurft það til að standa undir fjárfestingunni á vöruhúsi, starfsemi og tækjum.Kastast í kekkiVið þetta sagði Jón Gerald að hafi aldrei verið staðið og strax árið 1999 komst Jón Gerald í fjárhagskröggur. Á þessum tíma var gengisþróunin afar óhagstæð fyrir viðskiptin og dýrt að flytja inn vörur frá Bandaríkjunum til Íslands. Jón Gerald hefur einnig lýst því svo að á þessum tíma hafi Jón Ásgeir, Tryggvi Jónsson, þáverandi aðstoðarforstjóri Baugs, og aðrir forkólfar úr íslensku viðskiptalífi verið fastagestir í Flórída, þar sem Jón Gerald rak skemmtibátinn Thee Viking. Meðal þessara forkólfa segir hann hafa verið bankastjórnendur frá KB banka (nú Kaupþingi) og Íslandsbanka (nú Glitni). Baugur hætti svo viðskiptum við Jón Gerald í byrjun árs 2001. Um þessi sambandsslit sagði Jón Ásgeir fyrir dómi að kastast hafi í kekki þegar Jón Gerald fór að gera meiri kröfur um viðskipti. Þá hafi yfirmaður matvælasviðs hjá fyrirtækinu ákveðið að hætta viðskiptum við Nordica. Jón Gerald segir söguna öðruvísi. Hann segir forráðamenn Baugs ekki hafa staðið við gerða samninga, þeir hafi keypt fyrir mun lægri upphæð en samið var um, auk þess sem ekki hafi verið staðið við samninga sem gerðir voru við viðskiptafélaga hans, Jim Schafer. Fyrir héraðsdómi í byrjun árs 2006 bar Jón Gerald að hann hafi verið gerður háður viðskiptum við Baug kerfisbundið og hann hafi tapað á þeim viðskiptum. Eftir að Baugur hætti viðskiptum við Jón Gerald reyndi hann ítrekað að innheimta það sem hann sagði félagið skulda sér. Hann hefur sjálfur sagt að honum hafi lítið orðið ágengt við innheimtuna, þrátt fyrir loforð Tryggva Jónssonar og Jóns Ásgeirs. Á þessum tíma er óhætt að segja að vinskapurinn á milli Jóns Geralds og Baugsmanna hafi verið búinn að snúast upp í andhverfu sína. Hann rak samt ennþá bátinn Thee Viking og hitti forsvarsmenn Baugs því af og til, þótt svo virðist sem þau samskipti hafi verið kuldaleg. Í tölvupósti frá Tryggva Jónssyni til Jóns Geralds þann 25. júlí 2002, sem vitnað var til í Fréttablaðinu 28. september 2005, sagði Tryggvi að honum þætti leitt að þeir gætu ekki rætt saman eins og maður við mann. „Við vorum komnir á góðan rekspöl með að klára okkar mál þegar málið tók óvænta stefnu, vegna óuppgerðrar skuldar við Jón Ásgeir að því að mér skilst,“ sagði Tryggvi.Ákvað að þetta þyrfti að stoppaAð endingu ákvað Jón Gerald að koma til Íslands til að leita réttar síns. Um aðdraganda þeirrar ákvörðunar sagði hann í héraðsdómi í byrjun árs 2006: „Ég vissi að þeir voru að misnota fyrirtækið, þeir voru að nota okkur til þess.“ Hann hafi því ákveðið að „þetta þyrfti að stoppa“. Fyrir dómnum var hann spurður út í tölvupóst, sem hann sagðist kannast við að hafa sent Jóni Ásgeiri. Þar er vikið að ágreiningi um viðskipti við Baug og Aðföng, dótturfélag Baugs. Jóhannes Jónsson bar fyrir héraðsdómi í sömu réttarhöldum að hann hafi fengið símtal frá Jóni Gerald áður en sá síðarnefndi kom hingað til lands og fór til lögreglunnar. Jóhannes lýsti samtalinu þannig að þar hafi Jón Gerald sagt sér að vera góður við son sinn, Jón Ásgeir, því hann ætlaði að „stytta líf“ Jóns Ásgeirs. Jón Gerald sagði fyrir dómi að hann hefði vissulega hringt í Jóhannes og viljað í gegnum hann ná í Jón Ásgeir, sem hefði ekki svarað tilraunum hans til að hafa samband. Hann viðurkenndi að hafa verið nokkuð reiður og hótað málsókn á Íslandi. Í samtali við Morgunblaðið síðar rifjar hann símtalið upp og segist hafa orðað þetta þannig: „I am going to take him down.“ Á þessum tíma, árið 2002, ríkti síður en svo friður um matvöruverslun á Íslandi. Í janúar var rætt um matarverð á Alþingi og sagði Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, að stórmarkaðirnir væru að kýla upp matvælaverðið. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sagði í þinginu að til greina kæmi að skipta fyrirtækjum með markaðsráðandi stöðu upp. Í kjölfar þessara ummæla Davíðs óskaði Hreinn Loftsson, þáverandi stjórnarformaður Baugs, eftir fundi með Davíð. Úr varð að þeir hittust í London 22. janúar 2002. Hreinn hefur greint svo frá að þar hafi Davíð sakað Jón Ásgeir um að flytja inn vörur frá Flórída, leggja óhóflega á þær og stinga miklum hagnaði í eigin vasa. Í kjölfar fundarins varaði Hreinn stjórnendur Baugs við því að von gæti verið á aðgerðum samkeppnisyfirvalda gegn félaginu. Í kjölfar þessa skrifaði Hreinn Jóni Ásgeiri og fleiri stjórnendum Baugs bréf þar sem hann hvatti til þess að allt sem greiða þyrfti upp yrði greitt, „svo menn væru ekki að gefa á sér skotfæri,“ og allir væru með „hreint borð“, eins og Hreinn orðaði það í héraðsdómi í febrúar 2002. Í kjölfarið var farið yfir bókhaldið til þess að reyna að tryggja að ekkert væri þar sem gæti orðið fyrirtækinu til vansa ef samkeppnisyfirvöld ákvæðu að skoða matvælamarkaðinn.Erfitt að finna lögmannÁ meðan á þessu stóð var Jón Gerald að leita sér að lögmanni á Íslandi. Hann hefur, bæði fyrir héraðsdómi og í viðtölum, sagt að hann hafi átt mjög erfitt með að finna lögmann sem hann treysti til að taka að sér mál sitt gegn Baugi. Hann leitaði til vinkonu sinnar, Jónínu Benediktsdóttur. Úr varð að þau höfðu samband við Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Eins og upplýst var í Fréttablaðinu fundaði Styrmir með Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, sem þá starfaði sem lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Nánar er sagt frá þessu hér til hliðar. Úr varð að Jón Steinar tók að sér að vera lögmaður Jóns Geralds. Rak hann annars vegar málarekstur Jóns Geralds gegn Baugi þar sem Jón Gerald krafðist greiðslna á útistandandi reikningum og hins vegar gaf hann Jóni Gerald ráð varðandi kæru til lögreglu. Jón Gerald hefur sagt að hann hafi gert sér grein fyrir því að með því að fara með málið til lögreglu gæti hann verið að bendla sjálfan sig við saknæmt athæfi. Hann var engu að síður ekki meðal þeirra sem ákærðir voru í upphafi, en með útgáfu endurákæru varð hann einn ákærðu. Sunnudaginn 25. ágúst 2002 átti Jón Gerald fund með Jóni H.B. Snorrasyni, þáverandi yfirmanni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, og lagði fram gögn sem hann sagði sýna fram á ýmislegt misjafnt innan Baugs, þar með talið meint auðgunarbrot Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar. Jón Gerald var yfirheyrður tvo daga í röð vegna málsins og beindist rannsóknin í upphafi að því að kanna hvort Jón Ásgeir og Tryggvi hafi látið Baug greiða tilbúna og ranga reikninga sem í raun hafi verið vegna kaupa á skemmtibátnum Thee Viking. Einnig að því hvort Nordica hafi gefið út tilhæfulausan reikning sem síðan hafi verið gjaldfærður hjá Baugi. Eftir að hafa metið framburð og gögn Jóns Geralds frá sunnudeginum 25. ágúst 2002 gerði efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra húsleit í höfuðstöðvum Baugs Group við Súðavog í Reykjavík þann 28. ágúst. Þannig hófst opinberlega rannsóknin á Baugsmálinu.Á morgun: Baugsmálið í kerfinu
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira