Endurskapa sögulegt vistkerfi 6. febrúar 2007 09:30 Í leit að söguþræði? Verkefnið „Milljón mörgæsir“ er opin ritæfing þar sem allir áhugasamir skríbentar geta tekið þátt í því að skrifa skáldsögu. Velgengni samvinnuverkefnisins Wikipedia hefur alið af sér annað netfyrirbrigði sem kennt er við Wiki-skáldskap. Forlagið Penguin hefur í samvinnu við De Montfort-háskólann í Leicester stofnað til verkefnis sem þau kenna við „Milljón mörgæsir“ og er einhvers konar opin ritæfing fyrir áhugasama netverja sem vilja taka þátt í því að skrifa skáldsögu. Sköpun sögunnar fer alfarið fram á netinu og líkt og hinn sístækkandi viskubrunnur Wikipediu-alfræðiritsins er öllum heimil þátttaka. Til að koma í veg fyrir hatrammar deilur og endurritunarstríð eru nemendur í ritlist við háskólann í Leicester ráðnir sem sérlegir umsjónarmenn verkefnisins auk þess sem sérstök siðaskrá er í gildi þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að sýna hver öðrum kurteisi. Þegar hafa átta kaflar orðið til á heimasíðunni www.amillionpenguins.com, hinn fyrsti hefst á því að persónan Stóri Tony, sem ku vera algjör skíthæll, lætur sig dreyma um sirloin-steik með frönskum kartöflum en ákveður síðan að panta pítsu. Búið er að gera grein fyrir nokkrum aðalpersónum sögunnar –- sem þó er í stöðugri endurskoðun og endursköpun enda eru lífleg skoðanaskipti á spjallrásum síðunnar þar sem heitfengir höfundarnir þrátta um eitt og annað. Nú hefur verið skipt um suma hluta frásagnarinnar nokkuð oft en henni er líkt við sögulegt vistkerfi og verður forvitnilegt að fylgjast með hvaða gullkorn fá að halda sér í þessu frumlega ritverki og hvers konar þverskurð það veitir af stílsnilli hinna enskumælandi netnotenda. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Velgengni samvinnuverkefnisins Wikipedia hefur alið af sér annað netfyrirbrigði sem kennt er við Wiki-skáldskap. Forlagið Penguin hefur í samvinnu við De Montfort-háskólann í Leicester stofnað til verkefnis sem þau kenna við „Milljón mörgæsir“ og er einhvers konar opin ritæfing fyrir áhugasama netverja sem vilja taka þátt í því að skrifa skáldsögu. Sköpun sögunnar fer alfarið fram á netinu og líkt og hinn sístækkandi viskubrunnur Wikipediu-alfræðiritsins er öllum heimil þátttaka. Til að koma í veg fyrir hatrammar deilur og endurritunarstríð eru nemendur í ritlist við háskólann í Leicester ráðnir sem sérlegir umsjónarmenn verkefnisins auk þess sem sérstök siðaskrá er í gildi þar sem þátttakendur eru hvattir til þess að sýna hver öðrum kurteisi. Þegar hafa átta kaflar orðið til á heimasíðunni www.amillionpenguins.com, hinn fyrsti hefst á því að persónan Stóri Tony, sem ku vera algjör skíthæll, lætur sig dreyma um sirloin-steik með frönskum kartöflum en ákveður síðan að panta pítsu. Búið er að gera grein fyrir nokkrum aðalpersónum sögunnar –- sem þó er í stöðugri endurskoðun og endursköpun enda eru lífleg skoðanaskipti á spjallrásum síðunnar þar sem heitfengir höfundarnir þrátta um eitt og annað. Nú hefur verið skipt um suma hluta frásagnarinnar nokkuð oft en henni er líkt við sögulegt vistkerfi og verður forvitnilegt að fylgjast með hvaða gullkorn fá að halda sér í þessu frumlega ritverki og hvers konar þverskurð það veitir af stílsnilli hinna enskumælandi netnotenda.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið