Boðið í vettlinga Bjarts í Sumarhúsum 24. janúar 2007 09:15 Bragi Kristjónsson gerir oft að gamni sínu í glugganum. MYND/Vilhelm „Þetta er auðvitað tilbúningur og í gamni gert en það hafa margir tekið þessu alvarlega og boðið í vettlingana,“ segir Bragi Kristjónsson fornbókasali. Glöggir vegfarendur hafa rekið augun í forláta ullarvettlinga í glugga Bókarinnar, fornbókaverslun Braga við Klapparstíg, sem merktir eru sjálfum Bjarti úr Sumarhúsi, úr Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tekið er skýrt fram að vettlingarnir séu ekki falir. „Ég hengdi þessa vettlinga fyrst upp fyrir aldarfjórðung og þeir hafa vakið athygli í gegnum árin. Það verður að hafa létt grín í gangi,“ segir Bragi og viðurkennir að sér er svolítið dillað þegar menn átta sig ekki á gríninu. „Þetta er eins og þegar Jón Helgason, prófessor í Árnagarði sem sagði fákænum mönnum að ritvélin sín væri ritvél sjálfs Árna Magnússonar, sem fékk marga til að reka upp stór augu.“ Bragi segir þó engar svimandi upphæðir verið boðnar í vettlingana, hann stoppi menn yfirleitt af áður en grínið gengur svo langt. Bragi notar búðargluggann oftar en ekki til að kankast á við tíðarandann, stillir til dæmis iðulega upp pólitískum ritum og bæklingum þegar nær dregur kosningum. „Ég er auðvitað með Kommúnistaávarpið og allt þetta. Fyrir borgarstjórnarkosningar hengdi ég upp eldgamla auglýsingapésa frá Sjálfstæðisflokknum en það fór ekki betur en svo að rúðan var brotin. Einhverjum hefur ekki líkað áróðurinn fyrir íhaldið,“ segir Bragi sem fer senn að að tína til heppileg rit til útstillingar fyrir kosningar í vor. „Ég verð að leggja hönd á plóg, ætli það megi ekki lýsa mér sem vinstri-grænum íhaldssegg.“ Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er auðvitað tilbúningur og í gamni gert en það hafa margir tekið þessu alvarlega og boðið í vettlingana,“ segir Bragi Kristjónsson fornbókasali. Glöggir vegfarendur hafa rekið augun í forláta ullarvettlinga í glugga Bókarinnar, fornbókaverslun Braga við Klapparstíg, sem merktir eru sjálfum Bjarti úr Sumarhúsi, úr Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Tekið er skýrt fram að vettlingarnir séu ekki falir. „Ég hengdi þessa vettlinga fyrst upp fyrir aldarfjórðung og þeir hafa vakið athygli í gegnum árin. Það verður að hafa létt grín í gangi,“ segir Bragi og viðurkennir að sér er svolítið dillað þegar menn átta sig ekki á gríninu. „Þetta er eins og þegar Jón Helgason, prófessor í Árnagarði sem sagði fákænum mönnum að ritvélin sín væri ritvél sjálfs Árna Magnússonar, sem fékk marga til að reka upp stór augu.“ Bragi segir þó engar svimandi upphæðir verið boðnar í vettlingana, hann stoppi menn yfirleitt af áður en grínið gengur svo langt. Bragi notar búðargluggann oftar en ekki til að kankast á við tíðarandann, stillir til dæmis iðulega upp pólitískum ritum og bæklingum þegar nær dregur kosningum. „Ég er auðvitað með Kommúnistaávarpið og allt þetta. Fyrir borgarstjórnarkosningar hengdi ég upp eldgamla auglýsingapésa frá Sjálfstæðisflokknum en það fór ekki betur en svo að rúðan var brotin. Einhverjum hefur ekki líkað áróðurinn fyrir íhaldið,“ segir Bragi sem fer senn að að tína til heppileg rit til útstillingar fyrir kosningar í vor. „Ég verð að leggja hönd á plóg, ætli það megi ekki lýsa mér sem vinstri-grænum íhaldssegg.“
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira