Stranger than Fiction - fjórar stjörnur 9. janúar 2007 00:01 Will Ferell sýnir á sér nýja hlið í frábærri mynd sem skilur mikið eftir sig. Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans. Til að bjarga lífi sínu leitar Crick á náðir bókmenntafræðings sem þarf að komast að hvaða bókmenntahefð Crick tilheyrir og þarafleiðandi: hvaða meðul gætu afstýrt dauða hans. Plottið er óvenjulegt í Stranger Than Fiction og gefur góð fyrirheit sem myndin stendur öll undir. Helsti styrkur hennar er tvímælalaust frábært handrit. Þýski leikstjórinn Marc Forster, sem er hvað þekktastur fyrir hina ofmetnu Monsters Ball og hina ágætu Finding Neverland (sem þó var hampað fram úr hófi að mati þess sem þetta skrifar), nýtir möguleikana til fulls sem skilar sér í hans bestu mynd til þessa; óvenjulegri sögu um gryfjur hversdagleikans og viðjur vanans. Will Ferrell rær á ný mið og sýnir svo ekki verður um villst að það er miklu meira í hann spunnið en ærsl og læti; mun stilltari og dýpri en maður á að venjast en fráleitt ófyndnari þegar svo ber við. Maggie Gyllenhaal er yndisleg í hlutverki róttæklingsins sem bakar í þágu betri heims og Harold Crick fellur fyrir; Dustin Hoffman er traustur að vanda í hlutverki bókmenntafræðingsins, bætir reyndar engu við það sem hann hefur gert margoft áður (frekar en flestar „kanónur“ af hans kynslóð); Emma Thompson ber hins vegar höfuð og herðar yfir leikhópinn, er hreint út sagt frábær í hlutverki rithöfundarins Karen Eiffel, sem er ofurupptekin af dauðanum þar til hún kemst að því að sögupersóna sín er af holdi og blóði. Stranger than Fiction er mynd um manneskjur sem eiga sameiginlegt að hafa týnt sér og hrærast í tilveru sem hverfist um skattframtöl og bókmenntir. Úr þessu hráefni mætti matreiða hinn drungalegasta rétt. Stranger than Fiction fer hins vegar í gagnstæða átt, er það sem upp á ensku er kallað ekta „feelgood“-mynd sem vegsamar lífið. Og gerir það fjandi vel. Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í bókmenntum þykir oft móðins þegar mörk skáldskapar og veruleika fara á flakk og skarast. Skattheimtumaðurinn vanafasti Harold Crick er hins vegar ekki bókmenntaunnandi og sannarlega ekki skemmt þegar kvenmannsrödd skýtur upp í kolli hans og lýsir öllum hans athöfnum og hugsunum af skáldmæltri nákvæmni. Röddinn hleypir rúðustrikaðri tilveru Harolds í uppnám, ekki síst þegar hún kunngjörir yfirvofandi dauða hans. Til að bjarga lífi sínu leitar Crick á náðir bókmenntafræðings sem þarf að komast að hvaða bókmenntahefð Crick tilheyrir og þarafleiðandi: hvaða meðul gætu afstýrt dauða hans. Plottið er óvenjulegt í Stranger Than Fiction og gefur góð fyrirheit sem myndin stendur öll undir. Helsti styrkur hennar er tvímælalaust frábært handrit. Þýski leikstjórinn Marc Forster, sem er hvað þekktastur fyrir hina ofmetnu Monsters Ball og hina ágætu Finding Neverland (sem þó var hampað fram úr hófi að mati þess sem þetta skrifar), nýtir möguleikana til fulls sem skilar sér í hans bestu mynd til þessa; óvenjulegri sögu um gryfjur hversdagleikans og viðjur vanans. Will Ferrell rær á ný mið og sýnir svo ekki verður um villst að það er miklu meira í hann spunnið en ærsl og læti; mun stilltari og dýpri en maður á að venjast en fráleitt ófyndnari þegar svo ber við. Maggie Gyllenhaal er yndisleg í hlutverki róttæklingsins sem bakar í þágu betri heims og Harold Crick fellur fyrir; Dustin Hoffman er traustur að vanda í hlutverki bókmenntafræðingsins, bætir reyndar engu við það sem hann hefur gert margoft áður (frekar en flestar „kanónur“ af hans kynslóð); Emma Thompson ber hins vegar höfuð og herðar yfir leikhópinn, er hreint út sagt frábær í hlutverki rithöfundarins Karen Eiffel, sem er ofurupptekin af dauðanum þar til hún kemst að því að sögupersóna sín er af holdi og blóði. Stranger than Fiction er mynd um manneskjur sem eiga sameiginlegt að hafa týnt sér og hrærast í tilveru sem hverfist um skattframtöl og bókmenntir. Úr þessu hráefni mætti matreiða hinn drungalegasta rétt. Stranger than Fiction fer hins vegar í gagnstæða átt, er það sem upp á ensku er kallað ekta „feelgood“-mynd sem vegsamar lífið. Og gerir það fjandi vel. Bergsteinn Sigurðsson
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira