Heitir á verslunina að lækka matarverð 23. desember 2006 18:30 Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og vísaði til þensluhvetjandi ríkisfjármála í aðdraganda kosninganna. Forsætisráðherra segir ástæðuna fyrir því að matarverðslækkanir komi ekki til framkvæmda fyrr en rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningar, ekki vera kosningarnar, heldur hafi tímasetningin verið undirbúin í fjögur ár með tilliti til þess hvar við yrðum stödd í hagsveiflunni. "Það er farið að hægja hér mjög á í hagkerfinu og þess vegna er þessi tímasetning hugsuð með tilliti til þess að hún komi ekki ofan í mikla þenslu, heldur þvert á móti. Þannig er þetta hugsað og þess vegna hefur þetta beðið allt kjörtímabilið," segir Geir H. Haarde. Aðspurður um efasemdir talsmanns neytenda um útreikninga stjórnvalda vegna lækkunar matarverðs sagði forsætisráðherra að honum hefði verið svarað í gær. "En menn verða að hafa það í huga að verðlag á Íslandi er frjálst. Það eru þeir sem ákveða verðið sem á endanum hafa mest að segja um það hvert það er." Aðspurður hvort hann óttist að heildsalar og smásalar taki verðlækkunina af fólki, sagðist Geir heita á þá og höfða til ábyrgðarkenndar þeirra um að standa með stjórnvöldum í þessu máli. Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Forsætisráðherra heitir á heildsala og smásala að standa með stjórnvöldum í lækkun matarverðs. Hann telur að verð á matvælum geti lækkað um allt að 15 prósentum, þegar virðisaukaskattur og vörugjöld lækka á matvælum í marsmánuði. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og vísaði til þensluhvetjandi ríkisfjármála í aðdraganda kosninganna. Forsætisráðherra segir ástæðuna fyrir því að matarverðslækkanir komi ekki til framkvæmda fyrr en rúmum tveimur mánuðum fyrir kosningar, ekki vera kosningarnar, heldur hafi tímasetningin verið undirbúin í fjögur ár með tilliti til þess hvar við yrðum stödd í hagsveiflunni. "Það er farið að hægja hér mjög á í hagkerfinu og þess vegna er þessi tímasetning hugsuð með tilliti til þess að hún komi ekki ofan í mikla þenslu, heldur þvert á móti. Þannig er þetta hugsað og þess vegna hefur þetta beðið allt kjörtímabilið," segir Geir H. Haarde. Aðspurður um efasemdir talsmanns neytenda um útreikninga stjórnvalda vegna lækkunar matarverðs sagði forsætisráðherra að honum hefði verið svarað í gær. "En menn verða að hafa það í huga að verðlag á Íslandi er frjálst. Það eru þeir sem ákveða verðið sem á endanum hafa mest að segja um það hvert það er." Aðspurður hvort hann óttist að heildsalar og smásalar taki verðlækkunina af fólki, sagðist Geir heita á þá og höfða til ábyrgðarkenndar þeirra um að standa með stjórnvöldum í þessu máli.
Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira