Innlent

Allt að 131% verðmunur á jólamat

Mikill verðmunur er á jólamatnum milli verslana samkvæmt könnun sem ASÍ gerði í gær. Mestur er munurinn á verði á konfekti og drykkjarvörum en mikill munur reyndist einnig á laufabrauði, smákökum og jólakjötinu.

Verðmunur á konfekti var allt að 131% á kílóinu af Lindu konfekti. Það kostaði 995 krónur í Fjarðarkaupum en 2.299 krónur í Hagkaupum og munurinn því rúmar þrettán hundruð krónur.

Í 22 af þeim 40 vörutegundum sem kannaðar voru reyndist Bónus vera með lægsta verðið. Verslun 11-11 var oftast með hæsta verðið eða í 19 tilvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×