Innlent

Hefur áhyggjur af flugstjórnarmálum

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur áhyggjur af stöðu flugumferðarstjórnar hér við land eftir að sextíu flugumferðarstjórar nýttu ekki lokafrest til að ráða sig hjá Flugstoðum sem tekur til starfa um áramót.

Samgönguráðherra vildi lítið sem ekkert tjá sig um stöðu flugumferðarstjórnar við landið en aðeins þrjátíu flugumferðarstjórar hafa sótt um starf hjá Flugstoðum sem tekur við flugstjórn á Íslandi um áramót. Sturla vildi ekki segja til um hvort málefni Flugstoða ohf. hafi verið rætt á ríkisstjórnarfundi í dag en hann sagðist skilja áhyggjur fólks enda stutt til áramóta.

Sturla segist treyst stjórn Flugstoða til að vinna skynsamlega að málinu og segir hana hafa gert það. Aðspurður segir hann Íslendinga þurfa að gæta þess að missa ekki stórt alþjóðlegt flugumferðarstjórnarsvæði úr sínum höndum.Eins segir hann að passa verði að missa ekki fjölda flugumferðarstjóra úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×