Innlent

Úrskurðað um hæfi embættismanna Ríkislögreglustjóra í dag

Dómari kveður í dag upp úrskurð í kæru fimm manna tengdum Baugi um hæfi yfirmanna ríkislögreglustjóra til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna.

Krafa Baugsmanna er að rannsóknin verði úrskurðuð ólögmæt vegna yfirlýsinga Haraldar Johannessens ríkislögreglustjóra og Jóns H. B. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar, í fjölmiðlum en Baugsmenn telja að þeir hafi með þeim myndað sér fyrir fram skoðun á sekt Baugsmanna og séu þar með vanhæfir til að fara með málið.

Yfirmaður efnahagsbrotadeildar segir hins vegar að snúið hafi verið út úr orðum embættismanna Ríkislögreglustjóra í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×