Tvö vinnuslys á Kárahnjúkum í gær 17. desember 2006 18:34 Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum.Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús.Fyrir helgina, fór vinnueftirlitið fram á það bréflega, að öryggi yrði tryggt á svæðinu og það staðfest af eftirlitsaðila vinnueftirlits ríkisins áður en vinna verði leyfð áfram. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að slaknað hafi verulega á daglegu innra öryggiseftirliti og hann segir það lágmarkskröfu að mál verði þegar í stað sett í rétta forgangsröð; "Öryggið númer eitt, verkið númer tvö."Fjórir hafa látist við Kárahnjúka og tæplega tólf hundruð vinnuslys hafa verið tilkynnt til vinnueftirlitsins frá því bygging virkjunarinnar hófst.Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu segir að kerfislægt séu öryggismál í ágætu lagi, en nú séu menn að horfa fram á aukna áhættuhegðun starfsfólks og verkstjóra og það sé vandamálið í dag. Þá telur Oddur ákveðið kæruleysi einkenna framkvæmdir á lokaspretti þeirra. Eyjólfur tekur undir það og nefnir sem dæmi að yfirmaður öryggismála hjá Impregilo sé farinn í jólafrí. Það sé með engu móti hægt að fallast á. Fréttir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á vinnuslysum við Kárahnjúka, en tvö slys urðu þar í gær. Vinnueftirlitið vill stöðva framkvæmdir þar til búið er að gera úrbætur í öryggismálum.Fyrra slysið í gær varð með þeim hætti að kínverskur verkamaður fékk ofan á sig steypuklump þar sem verið var að steypusprauta göng, en síðan féll maður niður úr stiga. Hvorugur er alvarlega slasaður en báðir voru fluttir á sjúkrahús.Fyrir helgina, fór vinnueftirlitið fram á það bréflega, að öryggi yrði tryggt á svæðinu og það staðfest af eftirlitsaðila vinnueftirlits ríkisins áður en vinna verði leyfð áfram. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins segir að slaknað hafi verulega á daglegu innra öryggiseftirliti og hann segir það lágmarkskröfu að mál verði þegar í stað sett í rétta forgangsröð; "Öryggið númer eitt, verkið númer tvö."Fjórir hafa látist við Kárahnjúka og tæplega tólf hundruð vinnuslys hafa verið tilkynnt til vinnueftirlitsins frá því bygging virkjunarinnar hófst.Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu segir að kerfislægt séu öryggismál í ágætu lagi, en nú séu menn að horfa fram á aukna áhættuhegðun starfsfólks og verkstjóra og það sé vandamálið í dag. Þá telur Oddur ákveðið kæruleysi einkenna framkvæmdir á lokaspretti þeirra. Eyjólfur tekur undir það og nefnir sem dæmi að yfirmaður öryggismála hjá Impregilo sé farinn í jólafrí. Það sé með engu móti hægt að fallast á.
Fréttir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira