Tælir skjólstæðinga til kynlífsathafna 17. desember 2006 18:42 Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið. Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður meðferðarheimilisins Byrgisins, hefur ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið hundruð milljóna króna í opinberum framlögum en fjármál meðferðarheimilisins eru í miklum ólestri. Um þetta er fjallað í fréttaskýringaþættinum Kompás í kvöld. Byrgið hefur um árabil rekið meðferðarheimili fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista en starfið er allt unnið á kristilegum grunni. Kompás hefur undir höndum gögn sem sanna að Guðmundur Jónsson , forstöðumaður Byrgisins tók ítrekað þátt í kynlífsathöfnum með ungum konum, skjólstæðingum sínum í meðferðarstarfinu. Í þættinum í kvöld vitna konur um hvernig hann tældi þær til kynlífsathafna sem vægast sagt verða taldar óhefðbundnar. Þar er um svokallað BDSM kynlíf þar sem valdbeiting og drottnun er grunnþema. Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni. Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu. Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð. Kompás hefur einnig rannsakað fjármál Byrgisins og hefur það eftir heimildarmönnum sínum að óreiða sé á fjármálum líknarfélagsins. Guðmundur Jónsson er sagður hafa notað fé félagsins í eigin þágu og til að tæla til sín stúlkur. Fram kemur í þættinum að Guðmundur hafi keypt gjafir handa stúlkunum svo sem eins og skartgripi og föt. Í skýrslu sem varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins lét gera árið 2001, skýrsla sem Kompás komst yfir, kemur fram að fjármálastjórn Byrgisins sé í molum. Þrátt fyrir þetta hefur ekkert lát orðið á opinberum stuðningi við Byrgið.
Fréttir Innlent Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira