Færri kertabrunar 17. desember 2006 13:45 Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Það þarf einungis neista, eða gust sem fær gardínur til að blakta yfir kertaloga, til að kviknað geti mikið bál. Og ef ekki er slökkvitæki eða vatn við hendina getur farið mjög illa. Einar Guðmundsson hjá Forvarnarhúsi Sjóvár segir afar ánægjulegt að sjá fækkun tilfella. Einar segir einnig ánægjulegt að sjá hversu vel blómaverslanir vandi gerð skreytinga með kramahúsum og sjálfslökkvandi kertum, en fólk sem geri skreytingar sjálft þurfti að passa að ekki sé eldsmatur nálægt loganum. Hann segir hættu á kertabrunum aukast á næstu vikum. Þegar líði á aðventuna og þegar jólin komi þá sé grenið orðið miklu þurrara og kertin farin að brenna neðar og þá fjölgi kertabrunum. Sérstaklega nefnir Einar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Einnig tiltekur hann þrettándann. Þetta séu þeir dagar þar sem kertabrunar séu flestir. Reykskynjarar eru ódýrasta líftryggingin og þegar manntjón verður af eldi, er það oftast vegna þess að ekki eru virkir reykskynjarar á staðnum. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að endurnýja rafhlöður árlega, helst á aðventunni. Jón Pétursson hjá slökkviliðinu bendir auk þess á að ruslpóstur safnist ekki saman í stigagöngum fjölbýlishúsa. Dæmi sanni að ár hvert gangi undir drengir í hús og kveiki í og reyni að sprengja póstkassa. Oft á tíðum verði þessi tilfelli alvarlegri en efni stóðu til, hrekkur verði kannski að efni í stórslys. Fréttir Innlent Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira
Fyrstu tvær vikurnar í desember hefur kertabrunum fækkað um 75% frá meðaltali síðustu ára sem telur 24 kertabruna á tímabilinu. Einungis sex kertabrunar hafa verið tilkynntir. Það þarf einungis neista, eða gust sem fær gardínur til að blakta yfir kertaloga, til að kviknað geti mikið bál. Og ef ekki er slökkvitæki eða vatn við hendina getur farið mjög illa. Einar Guðmundsson hjá Forvarnarhúsi Sjóvár segir afar ánægjulegt að sjá fækkun tilfella. Einar segir einnig ánægjulegt að sjá hversu vel blómaverslanir vandi gerð skreytinga með kramahúsum og sjálfslökkvandi kertum, en fólk sem geri skreytingar sjálft þurfti að passa að ekki sé eldsmatur nálægt loganum. Hann segir hættu á kertabrunum aukast á næstu vikum. Þegar líði á aðventuna og þegar jólin komi þá sé grenið orðið miklu þurrara og kertin farin að brenna neðar og þá fjölgi kertabrunum. Sérstaklega nefnir Einar aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Einnig tiltekur hann þrettándann. Þetta séu þeir dagar þar sem kertabrunar séu flestir. Reykskynjarar eru ódýrasta líftryggingin og þegar manntjón verður af eldi, er það oftast vegna þess að ekki eru virkir reykskynjarar á staðnum. Slökkviliðið brýnir fyrir fólki að endurnýja rafhlöður árlega, helst á aðventunni. Jón Pétursson hjá slökkviliðinu bendir auk þess á að ruslpóstur safnist ekki saman í stigagöngum fjölbýlishúsa. Dæmi sanni að ár hvert gangi undir drengir í hús og kveiki í og reyni að sprengja póstkassa. Oft á tíðum verði þessi tilfelli alvarlegri en efni stóðu til, hrekkur verði kannski að efni í stórslys.
Fréttir Innlent Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir Með tæknivæðingunni hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Sjá meira