Innlent

Hluta miðbæjarins var lokað

Af vettvangi í gærkvöldi.
Af vettvangi í gærkvöldi. MYND/Eyjar.net

Hluta miðbæjarins í Vestmannaeyjum var lokað í gærkvöld þegar eldur kviknaði í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ediksýra í tonnavís var geymd í húsinu og óttuðust menn mjög að stórslys hlytist af.

Sex menn út eiturefnadeild Slökkviliðsins í Reykjavík voru sendir til Eyja með þyrlu Landhelgisgæslunnar og voru að fram á nótt við að koma sýrunni undan eldtungunum. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum leikur grunur á að kveikt hafi verið í.

Eldsins varð vart um klukkan átta og hafði slökkvilið náð tökum á honum um tveimur tímum síðar, en talið er hann hafi komið upp í gamalli þró þar sem meðal annars voru fiskikör úr plasti eða mikill eldsmatur. Það tókst að bjarga vinnslubúnaði verksmiðjunnar en tjónið mun þó vera töluvert.

Verksmiðjan er önnur af tveimur fiski- og lýsisverksmiðjum sem Ísfélag Vestmannaeyja starfrækir. Þar hefur verið framleitt mjöl og lýsi úr loðnu, kolmunna og síld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×