Erlent

Stríðið í Írak það umdeildasta í Bandaríkjunum

MYND/Reuters

Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn verði andsnúnir þátttöku Bandaríkjanna í stríði eins og Íraksstríðinu. Þetta sýnir ný könnun sem Gallup gerði fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina CBS.

Þar kemur fram að 62 prósent Bandaríkjamanna telja það mistök að hafa sent hermenn til Íraks og eru það eilítið fleiri en þeir sem töldu það mistök að hafa sent herinn til Víetnam í könnun árið 1973. Þá er aðeins 21 prósent Bandaríkjamanna ánægð með það hvernig Bush Bandaríkjaforseti tekur á Íraksstríðinu og hefur hlutfallið aldrei verið lægra. Auk þess telja aðeins átta prósent að ástandið sé að skána í Írak og níu prósent telja mjög líklegt að Bandaríkjamönnum verði ágegnt í Írak. Könnunin var gerð dagana 8.-10. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×