Chilepistill 12. desember 2006 11:59 Nú er Pinochet dauður. Farið hefur fé betra. Kerlingarófétið hún Thatcher má syrgja hann. En það rifjast upp fyrir manni ýmislegt honum tengt. Lögin eftir Victor Jara sem hljómuðu á grammófónum vinstrisinnaðs menntafólks á áttunda áratugnum - Jara var misþyrmt og hann svo drepinn af mönnum Pinochets. Stórbrotinn kveðskapurinn eftir Neruda, annan Chilemann, sem fékk Nóbelsverðlaun 1971 og andaðist sama ár og Alliende var steypt af stóli. Svo voru það Chilebúarnir sem tvístruðust um allar jarðir eftir valdarán herforingjanna. Allir fundirnir sem voru haldnir í samstöðuskyni með chileönsku þjóðinni. Ég man eftir tveimur sem komu hingað. Þeir létu eins og þeir væru pólitískir flóttamenn en voru pínu skuggalegir. Annar, Carlos, sagði reyndar eiginlega ekki neitt, horfði bara á heiminn í gegnum sín kringlóttu gleraugu - sennilega var hann svona útúrskakkur af hassreykingum. Hinn, Luciano, var slyngasti vasaþjófur sem ég hef séð. Hann veðjaði við einn vin minn að hann gæti náð af honum veskinu og úrinu eitt kvöld á Borginni. Fór létt með það. Líklega var vinur minn fullur. Annars var Luciano með svart hrokkið hár, stór brún augu, kannski stóð manni stuggur af því hvað hann átti rosalegan séns í íslensku stelpurnar. Einhvern tíma ávarpaði hann samstöðusamkomu í Tjarnarbíói en ég held að það hafi ekki verið mjög innblásið hjá honum. Það var ekki alveg hans deild. --- --- --- Annars var mikið um tuggur í stjórnmálabaráttu þessara ára. Einu sinni, líklega árið 1976, var haldin mikil ljóðahátíð á Kjarvalsstöðum. Ég man að þar fluttu Njörður P. Njarðvík og Sigurður A. Magnússon nákvæmlega sama ljóðið um Chile. Ekki að þeir hafi ort það saman eða haft samstarf um tilurð þess - nei, þetta voru bara svona klisjur sem lágu í tíðarandanum. Og þeir voru næmir á þær þessir tveir. --- --- --- Um daginn hitti ég stúlku frá Chile í London. Ég var að slá um mig og sagðist ekki bara þekkja Neruda heldur líka hitt Nóbelskáld landsins, Gabrielu Mistral. "Hún var frænka mín," sagði stúlkan. Svo sagðist ég vita að í Chile væri framleiddur mikill kopar. "Já," sagði stúlkan, "pabbi minn á einmitt koparnámu." --- --- --- Nafn Miltons Friedmans verður alltaf tengt Chile og Pinochet órofa böndum. Aðdáendur hans komast ekkert framhjá því. Það var dálítið spaugilegt að sjá þrjá íslenska háskólamenn reyna að reka Friedman á gat í sjónvarpsþætti frá 1984. Þeim varð lítið ágengt. Það er ekki hægt að tjónka við menn sem hafa kenningar á hreinu eins og þessi karl. Frjálshyggjan eins og Friedman boðaði er hins vegar gjaldþrota hugmyndafræði. Hún beið afhroð í Rússlandi, í fjármálakreppunni í Suðaustur-Asíu, í Argentínu. Fjörutíu milljón fátæklingar í Bandaríkjunum eru líka til vitnis um hana. Frjálshyggjan hefur líka leikið Bretland grátt svo fólkið þar er nánast óþekkjanlegt frá því sem áður var, frekt og gráðugt. Enda trúðu Friedman og Thatcher því að ekki væri til neitt sem heitir samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nóbelsverðlaun Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Nú er Pinochet dauður. Farið hefur fé betra. Kerlingarófétið hún Thatcher má syrgja hann. En það rifjast upp fyrir manni ýmislegt honum tengt. Lögin eftir Victor Jara sem hljómuðu á grammófónum vinstrisinnaðs menntafólks á áttunda áratugnum - Jara var misþyrmt og hann svo drepinn af mönnum Pinochets. Stórbrotinn kveðskapurinn eftir Neruda, annan Chilemann, sem fékk Nóbelsverðlaun 1971 og andaðist sama ár og Alliende var steypt af stóli. Svo voru það Chilebúarnir sem tvístruðust um allar jarðir eftir valdarán herforingjanna. Allir fundirnir sem voru haldnir í samstöðuskyni með chileönsku þjóðinni. Ég man eftir tveimur sem komu hingað. Þeir létu eins og þeir væru pólitískir flóttamenn en voru pínu skuggalegir. Annar, Carlos, sagði reyndar eiginlega ekki neitt, horfði bara á heiminn í gegnum sín kringlóttu gleraugu - sennilega var hann svona útúrskakkur af hassreykingum. Hinn, Luciano, var slyngasti vasaþjófur sem ég hef séð. Hann veðjaði við einn vin minn að hann gæti náð af honum veskinu og úrinu eitt kvöld á Borginni. Fór létt með það. Líklega var vinur minn fullur. Annars var Luciano með svart hrokkið hár, stór brún augu, kannski stóð manni stuggur af því hvað hann átti rosalegan séns í íslensku stelpurnar. Einhvern tíma ávarpaði hann samstöðusamkomu í Tjarnarbíói en ég held að það hafi ekki verið mjög innblásið hjá honum. Það var ekki alveg hans deild. --- --- --- Annars var mikið um tuggur í stjórnmálabaráttu þessara ára. Einu sinni, líklega árið 1976, var haldin mikil ljóðahátíð á Kjarvalsstöðum. Ég man að þar fluttu Njörður P. Njarðvík og Sigurður A. Magnússon nákvæmlega sama ljóðið um Chile. Ekki að þeir hafi ort það saman eða haft samstarf um tilurð þess - nei, þetta voru bara svona klisjur sem lágu í tíðarandanum. Og þeir voru næmir á þær þessir tveir. --- --- --- Um daginn hitti ég stúlku frá Chile í London. Ég var að slá um mig og sagðist ekki bara þekkja Neruda heldur líka hitt Nóbelskáld landsins, Gabrielu Mistral. "Hún var frænka mín," sagði stúlkan. Svo sagðist ég vita að í Chile væri framleiddur mikill kopar. "Já," sagði stúlkan, "pabbi minn á einmitt koparnámu." --- --- --- Nafn Miltons Friedmans verður alltaf tengt Chile og Pinochet órofa böndum. Aðdáendur hans komast ekkert framhjá því. Það var dálítið spaugilegt að sjá þrjá íslenska háskólamenn reyna að reka Friedman á gat í sjónvarpsþætti frá 1984. Þeim varð lítið ágengt. Það er ekki hægt að tjónka við menn sem hafa kenningar á hreinu eins og þessi karl. Frjálshyggjan eins og Friedman boðaði er hins vegar gjaldþrota hugmyndafræði. Hún beið afhroð í Rússlandi, í fjármálakreppunni í Suðaustur-Asíu, í Argentínu. Fjörutíu milljón fátæklingar í Bandaríkjunum eru líka til vitnis um hana. Frjálshyggjan hefur líka leikið Bretland grátt svo fólkið þar er nánast óþekkjanlegt frá því sem áður var, frekt og gráðugt. Enda trúðu Friedman og Thatcher því að ekki væri til neitt sem heitir samfélag.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun