Innlent

Verðbólga mælist 7 prósent

Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,04 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,0 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er lítil breyting á milli mánaða en greiningardeildir bankanna spáðu að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 til 0,2 prósent á milli mánaða.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða en verð á nýjum bílum hækkað um 2,0 prósent á sama tíma.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,0 prósent en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 5,6 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,2 prósent sem jafngildir 0,9 prósent verðbólgu á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×