Innlent

Perusníkir þjófstartaði

Ljósaperur, ekki ósvipaðar þeim sem perusníkir ásælist.
Ljósaperur, ekki ósvipaðar þeim sem perusníkir ásælist. MYND/Haraldur Jónasson

Fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kom til byggða í nótt og gaf börnum í skóinn. Annar, og hingað til óþekktur jólasveinn virðist þó hafa þjófstartað í ár, í orðsins fyllstu merkingu, því undanfarna daga hefur jólasveininn perusníkir farið um Keflavík að næturlagi og stolið perum í tuga- og jafnvel hundraða vís, úr jólaskreytingum við heimahús i bænum.

Víkurfréttir greina frá þessu og í morgun hafði lögregla ekki haft hendur í hári perusníkis, en háttarlag hans minnir óneitanlega á gamla kertasníki, áður en búið var að finna ljósaperuna upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×