Veikir útlendingar kosta 10. desember 2006 18:32 Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu. Árlega verður Landsspítali Háskólasjúkrahús og íslenskir skattgreiðendur fyrir tæplega 200 milljón króna kostnaði vegna útlendinga sem vinna hérlendis en eru ekki með sjúkratryggingu. Eftirlit með því hverjir koma hingað til lands að vinna og hvort þeir uppfylla skilyrði eins og sjúkratryggingu fellur undir félagsmála- og dómsmálaráðuneyti. Lægsti kostnaður vegna komu á sjúkrahús fyrir aðila utan kerfisins eru 23 þúsund krónur, en hæsti kostnaður sem komið hefur til vegna einstaklings nemur rúmlega 40 milljónum. Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi segir að reynt sé að komast að því hver er ábyrgur fyrir greiðslu og að koma sjúklingunum sem fyrst til heimalands síns. Hann segir staðreyndina þá að margir þeirra hafi engar tryggingar í heimalandinu, en stundum sé neitað að taka við þeim þar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir viðmið við hvað sé neyð metin í hverju tilfelli fyrir sig en hérlendis beri að veita öllum læknisþjónustu sem eru í neyð, bæði vegna mannúðarsáttmála og félagsmálasáttmála Evrópu. Jóhannes segir að engum sé vísað frá, enda komi líka til læknaeiðs sem beri að virða. Þetta gildi bæði um íslendinga og útlendinga. Hann leggur áherslu á ábyrgð vinnuveitenda, að þeir sjá til þess að starfsmenn þeirra séu tryggðir. Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Á þriðja þúsund útlendinga fá þjónustu á sjúkrahúsum hérlendis án þess að hafa tryggingar og greiða ekki fyrir þjónustuna. Heilbrigðisráðherra segir að þjónustuna verði að veita, en framkvæmdastjóri lækninga á Landsspítala háskólasjúkrahúsi segir að vinnuveitendur verði að bera ábyrgð á starfsfólki sínu. Árlega verður Landsspítali Háskólasjúkrahús og íslenskir skattgreiðendur fyrir tæplega 200 milljón króna kostnaði vegna útlendinga sem vinna hérlendis en eru ekki með sjúkratryggingu. Eftirlit með því hverjir koma hingað til lands að vinna og hvort þeir uppfylla skilyrði eins og sjúkratryggingu fellur undir félagsmála- og dómsmálaráðuneyti. Lægsti kostnaður vegna komu á sjúkrahús fyrir aðila utan kerfisins eru 23 þúsund krónur, en hæsti kostnaður sem komið hefur til vegna einstaklings nemur rúmlega 40 milljónum. Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga hjá Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi segir að reynt sé að komast að því hver er ábyrgur fyrir greiðslu og að koma sjúklingunum sem fyrst til heimalands síns. Hann segir staðreyndina þá að margir þeirra hafi engar tryggingar í heimalandinu, en stundum sé neitað að taka við þeim þar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir viðmið við hvað sé neyð metin í hverju tilfelli fyrir sig en hérlendis beri að veita öllum læknisþjónustu sem eru í neyð, bæði vegna mannúðarsáttmála og félagsmálasáttmála Evrópu. Jóhannes segir að engum sé vísað frá, enda komi líka til læknaeiðs sem beri að virða. Þetta gildi bæði um íslendinga og útlendinga. Hann leggur áherslu á ábyrgð vinnuveitenda, að þeir sjá til þess að starfsmenn þeirra séu tryggðir.
Fréttir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira