Bátar, flugvélar, bílar og trampolín af stað í óveðri 10. desember 2006 12:28 Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki.Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt, en framan af hafi þeir talið að kvöldið yrði rólegt. Það hafi hins vegar breyst um kvöldmatarleitið þegar útköll fóru að berast.Helstu verkefnin voru fjúkandi lausamunir, þakkantar og plötur, en töluvert var um að slökkvilið þyrfti að dæla þyrfti vatni út úr íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, í sumum tilfellum þurfti afkastamiklar dælur slökkviliðsins til að koma vatninu út.Björgunarsveitir unnu einnig við að dæla sjó úr bátum við Reykjavíkurhöfn og Bryggjuhverfi, en nokkrir smábátar sukku við bryggju og binda þurfti einkaflugfélar á Reykjavíkurflugvelli vegna veðursins.Á Kjalarnesi varð veður með versta móti og hvassara en björgunarsveitarmenn höfðu lent í lengi. Þar fauk hálft þak af húsi, gámar og bílar fuku, og segir Jónas nokkra bíla hafa fokið út af á Kjalarnesi.Þá fuku nokkrir bílar út af Suðurlandsvegi við Sandskeið og fljúgandi trampolín skemmdi tvo bíla í Grindavík.Á Ísafirði valt bíll en farþegana þrjá sakaði ekki. Björgunarsveitir á Ísafirði voru kallaðar út til að leita að feðginum sem fóru í akandi frá Ísafirði, en skiluðu sér ekki til Patreksfjarðar. Þau fundust stuttu síðar við Hrafnseyrarheiði þar sem þau sátu föst í bílnum og höfðu ekki komist yfir heiðina vegna veðursins. Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Smábátar sukku og binda þurfti einkaflugvélar niður á Reykjavíkurflugvelli vegna óveðursins í gær, en björgunarsveitir unnu linnulaust fram á nótt við að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki.Mikið álag var á slökkviliði og björgunarsveitum fram eftir nóttu vegna veðursins. Jónas Guðmundsson hjá svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu segir um 70 björgunarsveitarmenn í Reykjavík og nágrenni hafa unnið við ýmis verkefni fram á nótt, en framan af hafi þeir talið að kvöldið yrði rólegt. Það hafi hins vegar breyst um kvöldmatarleitið þegar útköll fóru að berast.Helstu verkefnin voru fjúkandi lausamunir, þakkantar og plötur, en töluvert var um að slökkvilið þyrfti að dæla þyrfti vatni út úr íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, í sumum tilfellum þurfti afkastamiklar dælur slökkviliðsins til að koma vatninu út.Björgunarsveitir unnu einnig við að dæla sjó úr bátum við Reykjavíkurhöfn og Bryggjuhverfi, en nokkrir smábátar sukku við bryggju og binda þurfti einkaflugfélar á Reykjavíkurflugvelli vegna veðursins.Á Kjalarnesi varð veður með versta móti og hvassara en björgunarsveitarmenn höfðu lent í lengi. Þar fauk hálft þak af húsi, gámar og bílar fuku, og segir Jónas nokkra bíla hafa fokið út af á Kjalarnesi.Þá fuku nokkrir bílar út af Suðurlandsvegi við Sandskeið og fljúgandi trampolín skemmdi tvo bíla í Grindavík.Á Ísafirði valt bíll en farþegana þrjá sakaði ekki. Björgunarsveitir á Ísafirði voru kallaðar út til að leita að feðginum sem fóru í akandi frá Ísafirði, en skiluðu sér ekki til Patreksfjarðar. Þau fundust stuttu síðar við Hrafnseyrarheiði þar sem þau sátu föst í bílnum og höfðu ekki komist yfir heiðina vegna veðursins.
Fréttir Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira