Innlent

Reykdalsvirkjun endurreist

Í dag var hundrað ára afmælis Reykdalssvirkjunar minnst í Hafnarfirði. Virkjunin er með þeim fyrstu sem reist var hér á landi. Það var athafnamaðurinn Jóhannes Reykdal sem reisti virkjun á þessum stað fyrir rétt liðlega hundað árum.

Stöðvarhús virkjunarinnar er í undirgöngunum undir Lækjargötu í Hafnarfirði og stendur til að endurreisa það. Reykdalsvirkjun var önnur virkjunin sem gangsett var á Íslandi og var hún starfrækt allt til árins 1957. Það eru Reykdalsfélagið og Raf afmælisnefnd Hafnarfjarðar sem standa að endurbyggingunni en virkjunin mun þjóna við kennslu í Iðnskólanum í Hafnarfirði og fleiri skólum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×