Innlent

Málaferlin kostuðu 8 milljónir

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir málaferlin gegn sér í Bretlandi hafa kostað sig 8 milljónir. Hann fagnar því að dómurinn frá í fyrra hafi verið ógildur og vonar að nú sé málinu lokið.

Yfirréttur í Lundúnum ógilti dóminn í gær en málið höfðaði Jón Ólafsson á hendur Hannesi vegna meiðyrða sem sá síðar nefndi hafði látið falla um Jón á ráðstefnu og birt á heimasíðu sinni.

Hannes sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag, aldrei hafa efast um að hann hafi ekki gerst brotlegur við lög, í það minnsta ekki íslensk lög. Hann segir málaferlin í Bretlandi hafa verið dýr og að þau hafi kostað sig um 8 milljónir króna. Hann á ekki von á að fá alla þá upphæð endurgreidda og að líklega muni kostnaður vegna málsins verða í kringum 4 milljónir.

Hannes segir það umhugsunarefni að íslenskir ríkisborgarar skuli vera háðir breskum lögum þegar þeir skrifa á ensku á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×