Innlent

Gosið lækkar meir en mörg hollustan

Stjórnvöld eru að senda fólki röng skilaboð með því að lækka virðisaukaskatt á gosdrykkjum og sykruðum svaladrykkjum, segir forstjóri Lýðheilsustöðvar.

Neysla gosdrykkja hefur áttfaldast á rúmum fjörutíu árum og fimmtán ára unglingsstrákar drekka nærri lítra á dag af gosi og sykruðum svaladrykkjum. Lýðheilsustöð gagnrýnir að til standi að lækka virðisaukaskatt á þessum vörum og hefur sent Efnahags- og viðskiptadeild alþingis umsögn um málið. Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, furðar sig á þessari ákvörðun. "Virðisaukaskattur á gosi fer úr 24,5% virðisaukaskatti niður í 7% auk þess sem vörugjald upp á 8 krónur á lítra á fella niður. Þetta þýðir um 18% lækkun. Ef við berum þetta saman við einhverja hollustuafurð sem hefur borið 14% virðisaukaskatt og engin vörugjöld þá er sú vara að lækka um 6%".

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×