Ritstjóri Kompáss sektaður 7. desember 2006 18:55 Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið
Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira