Ritstjóri Kompáss sektaður 7. desember 2006 18:55 Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Í fréttaskýringarþáttunum Kompási á Stöð 2 í október og nóvember var dregin upp dökk mynd af því hversu auðvellt var fyrir ungmenni að nálgast fíkniefni. Ritstjórnin tók af því myndir þegar ungmenni á hennar vegum höfðu samband við fíkniefnasala og var viðskiptum komið á. Athygli vakti hversu skamman tíma það tók ungmennin að nálgast fíkniefnin þó svo að engin kynni væru á milli sölumannana og þeirra sem leituðu viðskipta. Eftir að gerð þessa þáttar Kompáss lauk fór ritstjóri þáttarins, Jóhannes Kr. Kristjánsson á lögreglustöðina við Hverfisgötu og afhenti þar fíkniefnin til eyðingar. Var um að ræða eitt gramm af amfetamíni og tvö og hálft gramm af hassi. Var skýrsla tekin af ritstjóranum þar sem hann skýrði málavexti. Sér til undrunar fékk Jóhannes Kr. svo nýverið sektargerð frá lögreglustjórnaembættinu á grundvelli kæru á hendur honum vegna brota á lögum um ávana og fíkniefni. Er hann kærður fyrir vörslu fíkniefna en boðið að ljúka málinu með sátt og greiðslu sektar uppá 54 þúsund krónur í ríkissjóð. Jafnframt er tekið fram að hann sættist þá á upptöku á hinum haldlögðu fíkniefnum. Greiði hann ekki sektina komi í staðinn fjögurra daga fangelsi. Afgreiðsla sektarinnar verði jafnframt skráð í sakaskrá. Jóhannes Kr Kristjánsson segist ekki ætla að una þessu sektarboði og láta á það reyna hvort lögregluembættið ætli að höfða mál vegna þessa atviks. Ríkir almannahagsmunir hafi legið því til grundvallar að staðreyna þessi viðskipti og hafi það ótvírætt forvarnargildi að draga fram þennan ófagra sannleika. Jóhannes segir að lögmanni Blaðamannafélags Íslands verði falið að reka málið
Fréttir Innlent Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira