Innlent

Múlagöng lokuð á kvöldin

Múlagöng.
Múlagöng. MYND/Helgi

Vegna vinnu í Múlagöngum verður göngunum lokað á kvöldin fram á föstudag og aftur frá sunnudagskvöldi og út næstu viku. Lokað er frá kl 21 til 23.30, þá er umferð hleypt í gegn til miðnættis og síðan lokað til kl. 6 að morgni.

Vegir eru víðast auðir um sunnanvert landið en annars staðar er víða

einhver hálka, sérstaklega á Norðaustur- og Austurlandi.Fært er um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Verið er að moka Öxi.

Vegna hættu á slitlagaskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og

ásþungi takmarkaður við 10 tonn á eftirfarandi vegum:

85 - Norðausturvegur frá Húsavík til Vopnafjarðar,

92 - Norðfjarðarvegur frá Egilsstöðum til Neskaupstaðar,

96 - Suðurfjarðavegur frá Norðfjarðarvegi að Hringvegi í Breiðdal,

1 - Hringvegur frá Suðurfjarðavegi í Breiðdal að Djúpavogsvegi. Sama takmörkun tekur gildi frá Brú í Hrútafirði að Súðavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×