Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri við embætti Ríkislögreglustjóra til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Jafnframt hefur dóms- og kirkjumálaráðherra ákveðið að skipa Kristínu Völundardóttur, sýslumann í Hólmavík, til að gegna embætti sýslumanns á Ísafirði í stað Sigríðar.
Sigríður Björk verður aðstoðarríkislögreglustjóri
