Innlent

Íslendingar voru í samstarfi við margar aðrar þjóðir

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra.
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra. MYND/Stefán

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar hafi verið í samstarfi við margar aðrar þjóðir um að koma í veg fyrir samþykki banns á botnvörpuveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, á allsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna nýverið.

Einar segir þetta í viðtali við Fréttablaðið í tilefni leiðara Wasington Post frá því í fyrradag, þar sem Íslendingar eru sérstaklega sakaðir um að hafa komið í veg fyrir samþykkt bannsins. Blaðið tekur meðal annars svo til orða að Íslendingar hafi staðið í vegi fyrir heilbrigðri skynsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×