Innlent

Kveikt í húsi við Snorrabraut vegna æfingar

Tryggingarfélagið Sjóvá og forvarnarhúsið settu upp brunaæfingu í dag í samvinnu við slökkviliðið, og kveiktu í á ýmsum stöðum í húsi við Snorrabraut sem til stendur að rífa. Æfinguna á að nýta á fyrir kennslumyndband á vegum forvarnarhússins. Settir voru upp ýmsir algengir heimilisbrunar sem valda oft miklu tjóni, en auðvelt er að koma í veg fyrir. Að meðaltali verða 100 kertabrunar í desembermánuði. Einar Guðmundsson hjá forvarnarhúsi Sjóvár stóð fyrir æfingunni í dag. Hann segist vilja vekja athygli á hættu af logandi kertum ískreytingum.

valda oft miklu tjóni, en auðvelt er að koma í veg fyrir. Að meðaltali verða 100 kertabrunar í desembermánuði. Einar Guðmundsson hjá forvarnarhúsi Sjóvár stóð fyrir æfingunni í dag. Hann segist vilja vekja athygli á hættu af logandi kertum ískreytingum.Best er að slökkva kertabruna með léttvatnstæki, því duftslökkvitæki eru jafnan kraftmikil, duftið dreyfist um allt og er erfitt að þrífa, jafnvel þótt lítið sé notað af því.

Mest er um vert að gleyma ekki kertunum og láta þau ekki brenna niður og Einar mælir með sjálfslökkvandi kertum, sem slokkna áður en þau brenna alveg niður. Hann leggur áherslu á að þeir sem geri skreytingarnar sjálfir setji ekki eldsmat nálægt kertinu og passi að staðsetja þær ekki nálægt öðrum hlutum eins og gardínum sem gæti kviknað í.

um vert að gleyma ekki kertunum og láta þau ekki brenna niður og Einar mælir með sjálfslökkvandi kertum, sem slokkna áður en þau brenna alveg niður. Hann leggur áherslu á að þeir sem geri skreytingarnar sjálfir setji ekki eldsmat nálægt kertinu og passi að staðsetja þær ekki nálægt öðrum hlutum eins og gardínum sem gæti kviknað í.

Guðmundur Karl Halldórsson varðstjóri slökkviliðsins varar við greni eftir því sem líður á aðventuna og grenið þornar, því þá er meiri hætta á að kvikni í því.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×