Enski boltinn

Ummæli Mourinho skipta Ferguson engu máli

Það andar oftast köldu á milli Jose Mourinho og Alex Ferguson en samt sem áður líta þeir út fyrir að vera bestu vinir þegar lið þeirra mætast á vellinum.
Það andar oftast köldu á milli Jose Mourinho og Alex Ferguson en samt sem áður líta þeir út fyrir að vera bestu vinir þegar lið þeirra mætast á vellinum. MYND/Getty Images

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir ummæli kollega sína hjá Chelsea í vikunni ekki hafa nein áhrif á sig og lærisveina sína. Jose Mourinho sagði þá að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea hirti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Man. Utd.

"Mourinho getur sagt það sem hann vill. Af hverju ætti ég að hafa áhyggjur af því sem hann segir og heldur fram. Við höfum svörin og þau sjást þegar við spilum. Það eina sem ég veit er að við höfum verið í frábæru formi og vorum betra liðið gegn Chelsea um síðustu helgi," sagði Ferguson við MUTV.

Man. Utd. mætir Middlesbrough í úrvalsdeildinni í dag og hefst leikurinn kl. 17:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×