Innlent

3.067 nýjir heimsforeldrar

Þau Sveppi og Ilmur virðast batna með hverri mínútunni sem líður.
Þau Sveppi og Ilmur virðast batna með hverri mínútunni sem líður. MYND/Vilhelm

Klukkan 22:45 í kvöld voru 3.607 manns búin að skrá sig sem heimsforeldri en um það snýst dagur Rauða nefsins. Er fjöldi heimsforeldra á Íslandi þá kominn í 11.257 úr 7650 en takmarkið var að ná 10.000 manns. Fólk er enn hvatt til þess að skrá sig en síminn er 562-6262 og er líka hægt að skrá sig á netinu á slóðinni www.rauttnef.is og stendur söfnunin til miðnættis.

Eitthvað hefur verið um að fólk leggi til fjárframlög og eru þau komin yfir eina milljón í kvöld. Svo mikið hefur verið að gera seinnihluta söfnunarinnar að bæta þurfti við 60 símtækjum og er nú svarað í 90 þeirra alls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×