Innlent

Verðlaunin fólgin í brosi barnanna

Njörður P. Njarðvík hefur lyft Grettistaki til hjálpar munaðarlausum börnum í Afríku. Þetta sagði Kári Stefánsson við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag þegar hann afhenti barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna í annað sinn.

Heiðursverðlaunin hlýtur Njörður fyrir ómetanlegt starf í þágu munaðarlausra barna í Togo í Afríku, en þar hefur hann unnið að uppbyggingu barnaþorps og byggingu skóla. Verðlaunin eru fjórar milljónir króna og duga nánast fyrir byggingu húss sem mun hýsa þrjátíu börn og verða börnin sem njóta góðs af verkum Njarðar orðin eitt hundrað og tuttugu.

Kári Stefánsson segir persónulegan styrk Njarðar hafa ráðið úrslitum um ákvörðunina, en að Njörður hafi fengið verðlaunin fyrir framlag sitt fyrir að hlú að börnum í Afríku.

Njörður var hógvær þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við verðlaununum. Hann sagði starfið ekki vera unnið til að vinna til verðlauna, enda væru verðlaunin fólgin í brosi barnanna.

Í dag minni styrkjum veitt til ýmissa aðila, meðal annars hjálparstarfi kirkjunnar, mæðrastyrksnefnd og til drengja með athyglisbrest. Velferðarsjóður barna var stofnaður fyrir tæplega sjö árum af heilbrigðis og tryggingarráðuneytinu og íslenskri erfðagreiningu sem fjármagnaði sjóðinn, en árlega eru veittar um það bil sjötíu milljónir til stuðnings barna bæði á Íslandi og erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×