Innlent

Þrautaganga þorsksins heldur áfram

Þrautaganga þorskstofnsins heldur áfram, samkvæmt nýjustu haustmælingum Hafrannsóknarstofnunar. Fimmta árið í röð eru þorskárgangar lélegir. Staðfesting á fyrri spám, segir sérfræðingur hjá Hafró en framkvæmdastjóri LÍÚ segir að ekki þurfi að draga úr veiðum.

Bráðabirgðaniðurstöður Hafrannsóknarstofnunnar á botnfiskstofni voru birtar nýlega. Þar kemur fram að stofnvísitala þorsks hér við land er 6 % lægri nú en á sama tíma í fyrra. Þrautaganga þorskins heldur því áfram í takt við fyrri mælingar sem sýna að árgangar 2001 og 2004 eru mjög lélegir, árgangur 2003 frekar lélegur og 2005 undir meðallagi. Að auki sýnir fyrsta mæling á árgangi 2006 til þess að hann sé lélegur.

Kristján Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Hafró segir að haustmælingin staðfesti síðustu stofnmælingar frá því í mars. Allar ytri aðstæður nema veiðar séu hliðhollar stofninum.

Framkvæmdarstjóri LÍU, Friðrik J. Arngrímsson, segir hinsvegar að útvegsmenn vilji ekki grípa til róttækra aðgerða vegna þessa nýju upplýsinga. Þeir vilji sannreyna 25% veiðahlut áður en hlutfallið er lækkað. Áhyggjur útvegsmanna snúist hinsvegar að nýliðun þorskins sem að þeirra mati sé brýnasta verkefnið hvað varðar þorksstofninn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×