Enski boltinn

Zenden frá í sex vikur

Zenden leikur ekki aftur fyrir Liverpool fyrr en á nýju ári
Zenden leikur ekki aftur fyrir Liverpool fyrr en á nýju ári NordicPhotos/GettyImages

Hollenski miðjumaðurinn Boundewijn Zenden hjá Liverpool verður frá keppni næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hann þurfti í uppskurð á hné. Zanden meiddist á hné í leiknum gegn Manchester City um helgina, en hann var líka frá keppni meira og minna allt síðasta tímabil vegna meiðsla á sama hné.

Meiðsli hans að þessu sinni eru ekki sögð alvarleg, en meiðsli leikmanna Liverpool eru farin að taka sinn toll á þessari leiktíð þar sem Zenden bætist í hóp þeirra Xabi Alonso, Mohamed Sissoko, Mark Gonzales, Harry Kewell, Stephen Warnock og Fabio Aurelio - sem allir eiga við langvarandi meiðsli að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×