Guðni tekur undir orð Jóns 28. nóvember 2006 13:58 MYND/GVA Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. Guðni var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og þar var meðal annars rætt um yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um síðustu helgi. Þar gangrýndi Jón meðal annars að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar ákvörðunin um stuðninginn var tekin. „Þarna er lýðræðissinninn Jón Sigurðsson í rauninni að segja hvernig hann mundi starfa. Hann telur mjög mikilvægt hafa samstarf við þingið og í öllum svona stórum málum sé mjög mikilvægt að hafa lýðræðislegt samstarf í flokkunum, ríkisstjórninni og þinginu," sagði Guðni. Guðni vildi ekkert segja um það hvort þetta væri ákveðinn dómur yfir stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar. „Það liggur auðvitað fyrir að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson tóku þessa ákvörðun og hún hefur verið margrakin og þarf í sjálfu sér ekki að fara meira yfir það en Íraksstríðið hefur orðið mörgum þjóðum þungbærara en þær ætluðu í upphafi og heldur áfram með sínum hörmungum." Guðni segir það orðum ýkt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tekið allar ákvarðanir í ríkisstjórninni sem aðrir hafi svo samþykkt eftir á. „En það er engin spurning að það er betra fyrir þá sem í þessu eru að hafa meira samráð. Ég sé til dæmis að Geir Haarde og Jón Sigurðsson nú, að þeir eru menn samstarfs," sagði Guðni og bætti við að sér hugnaðist vel stíll nýs formanns Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni. Guðni var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og þar var meðal annars rætt um yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins, um síðustu helgi. Þar gangrýndi Jón meðal annars að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Alþingis þegar ákvörðunin um stuðninginn var tekin. „Þarna er lýðræðissinninn Jón Sigurðsson í rauninni að segja hvernig hann mundi starfa. Hann telur mjög mikilvægt hafa samstarf við þingið og í öllum svona stórum málum sé mjög mikilvægt að hafa lýðræðislegt samstarf í flokkunum, ríkisstjórninni og þinginu," sagði Guðni. Guðni vildi ekkert segja um það hvort þetta væri ákveðinn dómur yfir stjórnunarstíl Halldórs Ásgrímssonar. „Það liggur auðvitað fyrir að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson tóku þessa ákvörðun og hún hefur verið margrakin og þarf í sjálfu sér ekki að fara meira yfir það en Íraksstríðið hefur orðið mörgum þjóðum þungbærara en þær ætluðu í upphafi og heldur áfram með sínum hörmungum." Guðni segir það orðum ýkt að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi tekið allar ákvarðanir í ríkisstjórninni sem aðrir hafi svo samþykkt eftir á. „En það er engin spurning að það er betra fyrir þá sem í þessu eru að hafa meira samráð. Ég sé til dæmis að Geir Haarde og Jón Sigurðsson nú, að þeir eru menn samstarfs," sagði Guðni og bætti við að sér hugnaðist vel stíll nýs formanns Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira