Innlent

Óveður undir Hafnarfjalli

Hafnarfjall
Hafnarfjall
Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Þá er stórhríð í Reykhólasveit á Vestfjörðum og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall. Þá er hálka og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði.Hálka er á Fróðárheiði og hálkublettir á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku.

Á Norðvesturlandi eru víða hálkublettir eða hálka og á Norðausturlandi er víða snjóþekja og éljagangur. Þæfingur, óveður og ekkert ferðaveður er á Kísilvegi. Varað er við flughálku milli Kópaskers og Vopnafjarðar og eins á Jökuldal. Á Austurlandi er víða snjóþekja eða hálka. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×