Innlent

Sprenging í skíðaferðum

Hátt í fjögur þúsund Íslendingar fljúga suður á bóginn yfir jólin og hafa líklega aldrei verið fleiri. Þá hefur sprenging orðið í sölu skíðaferða.

Frá Heimsferðum verða 1200-1400 manns í sólinni yfir jólin, á Kúbu og Kanarí, og er það 30-40% fjölgun. Með Úrval útsýn, Plúsferðum og Sumarferðum fljúga um 2500 manns út fyrir hátíðarnar til Tenerífe og Kanarí. Það eru því nærri fjögur þúsund Íslendingar sem kjósa að bera á sig sólarvörn á jóladag. "Þetta er svipað, kannski örlítið meira en var í fyrra, en við sjáum að eftirspurnin er meiri því þetta er að seljast í júlí og ágúst og við höfum þurft að vísa mörgum frá," segir Þorsteinn Guðjónsson forstjóri Úrvals útsýnar.

Einhverjir eru sjálfsagt að flýja jólaumstangið - en varla fjölskylduboðin því talsvert er um að stórfjölskyldur fari saman. Velsældin hefur hins vegar nánast tvöfaldað farþega í skíðaferðum hjá Heimsferðum og sömuleiðis hefur fjölgað hjá Úrvali útsýn. "Það er sprenging í skíðunum. Við settum upp 2500 sæti núna fram í mars og nú þegar er um 80% af þeim seld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×