Sport

Uppskeruhátíð yngri flokka Fáks

Í gær sunnudag var haldin uppskeruhátíð yngri flokka hjá Fáki. Þar komu saman þau börn sem höfðu tekið þátt í keppni, námskeiðum og öðrum uppákomum á vegum félagsins síðastliðið ár. Má ætla að um 100 börn hafi mætt á hátíðina. Þátttakendur félagsins í barna og unglingaflokki á Landsmóti fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Fákur átti 4 fulltrúa á Youth Cup 2006 og 4 fulltrúa í yngri flokkum á NM 2006 í Herning og fengu þau öll afhentan blómvönd fyrir framlag sitt þar. Jafnframt fengu eftirtaldir einstaklingar afhentan eignargrip fyrir árangur sinn á stærri mótum sumarsins:

Landsmótssigurvegarar Fáks:

Ragnar Bragi Sveinsson Barnaflokkur

Sara Sigurbjörnsdóttir Unglingaflokkur

 

Íslandsmeistarar Fáks:

Arna Ýr Guðnadóttir Fimi unglinga

Gústaf Ásgeir Hinriksson Tölt barna

Óskar Sæberg 4-gangur unglinga

Ragnar Bragi Sveinsson 4-gangur barna

Ragnar Bragi Sveinsson Gæðingaskeið unglinga

Ragnar Tómasson 5-gangur unglinga

Ragnar Tómasson 100m skeið ungmenna

Ragnar Tómasson Stigahæsti keppandi í unglingaflokki

Valdimar Bergstað Slaktaumatölt ungmenna

 

FEIF Youth Cup:

Edda Rún Guðmundsdóttir Sigurvegari í liðakeppni

Rúna Helgadóttir Sigurvegari í T7

 

Jafnframt var Bjartasta vonin valin úr hópi þessara ungu og efnilegu knapa og var það Ragnar Tómasson sem varð fyrir valinu. Hann sýndi frábæran árangur á árinu. Setti heims- og Íslandsmet í 100m fljúgandi skeiði, varð þrefaldur Íslandsmeistari auk þess að standa sig mjög vel á öðrum mótum sumarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×