Eurotunnel bjargað frá gjaldþroti 27. nóvember 2006 14:10 Lest kemur upp úr göngunum undir Ermarsundi. Mynd/AFP Meirihluti lánadrottna Eurotunnel, sem rekur göngin á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hafa samþykkt skuldabreytingu hjá félaginu sem á að forða því frá gjaldþroti og sölu eigna. Eurotunnel, sem er í eigu Breta og Frakka, skuldar 54 lánadrottnum sínum 4,2 milljarða punda eða um 572 milljarða íslenskra króna, sem er að mestu tilkominn vegna færri farþega um göngin en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagið sökk á skuldafen strax við opnun ganganna árið 1994 og hefur ekki losað sig úr þeim síðan. Þá hefur rekstrarfélagið sömuleiðis farið fram á greiðslustöðvun í Frakklandi til að forða Eurotunnel frá gjaldþroti. Skuldabreytingin felur meðal annars í sér að nýtt félag, Groupe Eurotunnel, verður stofnað, sem hluthafar eiga 13 prósent í að lágmarki. Mun það svo gera tilboð í eftirstandandi hluti Eurotunnel. Félagið mun taka sambankalán til langs tíma að andvirði 2,84 milljarða punda eða 386,7 milljarðar íslenskra króna, til að greiða niður hluta af lánum Eurotunnel. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Meirihluti lánadrottna Eurotunnel, sem rekur göngin á milli Bretlands og Frakklands undir Ermarsundi, hafa samþykkt skuldabreytingu hjá félaginu sem á að forða því frá gjaldþroti og sölu eigna. Eurotunnel, sem er í eigu Breta og Frakka, skuldar 54 lánadrottnum sínum 4,2 milljarða punda eða um 572 milljarða íslenskra króna, sem er að mestu tilkominn vegna færri farþega um göngin en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagið sökk á skuldafen strax við opnun ganganna árið 1994 og hefur ekki losað sig úr þeim síðan. Þá hefur rekstrarfélagið sömuleiðis farið fram á greiðslustöðvun í Frakklandi til að forða Eurotunnel frá gjaldþroti. Skuldabreytingin felur meðal annars í sér að nýtt félag, Groupe Eurotunnel, verður stofnað, sem hluthafar eiga 13 prósent í að lágmarki. Mun það svo gera tilboð í eftirstandandi hluti Eurotunnel. Félagið mun taka sambankalán til langs tíma að andvirði 2,84 milljarða punda eða 386,7 milljarðar íslenskra króna, til að greiða niður hluta af lánum Eurotunnel.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira