Innlent

Ekki á svifdreka heldur með dráttarsegl

Maðurinn sem slasaðist í Svignaskarði í Borgarfirði í gær var ekki á svifdreka heldur með nokkurs konar dráttarsegl, sem meðal annars skíðamenn og sjóskíðamenn nota til þess að draga sig áfram í góðum byr. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. Maðurinn var að æfa notkun slíks segls þegar vindur feykti honum á skurðarbakka með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hann var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann er nú á gjörgæsludeild og er liðan hans eftir atvikum. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×