Halda óbreyttum réttindum í tvö ár 27. nóvember 2006 12:26 MYND/GVA Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Enn er tekist á um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Páll Magnússon, útvarpsstjóri kom fyrir menntamálanefnd í morgun, en meirihluti nefndarinnar vill nú ræða að setja takmarkanir á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir málið enn í vinnslu og verða rætt á vettvangi nefndarinnar á morgun og á miðvikudag. Sigurður Kári segir jafnframt að engar ákvarðarnir hafi verið teknar varðandi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári kannast ekki við að það sé ágreiningur milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um málið. Aðspurður hvort það séu framsóknarmenn sem setji fram körfur um að RÚV verði settar hömlur á auglýsingamarkaði segir Sigurður Kári svo ekki vera heldur sé það innan beggja flokka. Flokkarnir tveir hafi hingað til verið samstíga inni í nefndinni. Össur Skarphéðinsson, varamaður í menntamálaefnd, segir það alveg skoðunar virði að kanna það hvort setja eigi hömlur á RÚV á auglýsingamarkaði. Hann vilji hins vegar sjá tillögur þar að lútandi en þær hafi ekki litið dagsins ljós. Svo virðist sem þetta sé sett fram í einhverri taugaveiklun á allra síðustu metrunum. Eitt af stóru málunum sem þarf að afgreiða í frumvarpinu um RÚV eru málefni starfsmanna og lífeyrisréttindi þeirra. Össur segir alveg ljóst eftir yfirferð málsins með útvarpsstjóra að réttindamál starfsmanna séu í uppnámi. Það sé verið að bjóða óbreytt réttindi næstu tvö ár en eftir það sýnist honum sem lífeyrisréttindi séu undir hæl útvarpsstjóra eða þeirra sem stjórna útvarpinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Enn er tekist á um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Páll Magnússon, útvarpsstjóri kom fyrir menntamálanefnd í morgun, en meirihluti nefndarinnar vill nú ræða að setja takmarkanir á stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir málið enn í vinnslu og verða rætt á vettvangi nefndarinnar á morgun og á miðvikudag. Sigurður Kári segir jafnframt að engar ákvarðarnir hafi verið teknar varðandi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Sigurður Kári kannast ekki við að það sé ágreiningur milli framsóknarmanna og sjálfstæðismanna um málið. Aðspurður hvort það séu framsóknarmenn sem setji fram körfur um að RÚV verði settar hömlur á auglýsingamarkaði segir Sigurður Kári svo ekki vera heldur sé það innan beggja flokka. Flokkarnir tveir hafi hingað til verið samstíga inni í nefndinni. Össur Skarphéðinsson, varamaður í menntamálaefnd, segir það alveg skoðunar virði að kanna það hvort setja eigi hömlur á RÚV á auglýsingamarkaði. Hann vilji hins vegar sjá tillögur þar að lútandi en þær hafi ekki litið dagsins ljós. Svo virðist sem þetta sé sett fram í einhverri taugaveiklun á allra síðustu metrunum. Eitt af stóru málunum sem þarf að afgreiða í frumvarpinu um RÚV eru málefni starfsmanna og lífeyrisréttindi þeirra. Össur segir alveg ljóst eftir yfirferð málsins með útvarpsstjóra að réttindamál starfsmanna séu í uppnámi. Það sé verið að bjóða óbreytt réttindi næstu tvö ár en eftir það sýnist honum sem lífeyrisréttindi séu undir hæl útvarpsstjóra eða þeirra sem stjórna útvarpinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira