Innlent

Rjúpnaveiðimenn ósáttir við veiðina

Rjúpnaveiðimenn telja veiðitímabilið hafa verið slakt.
Rjúpnaveiðimenn telja veiðitímabilið hafa verið slakt. MYND/Kristján J.

Næst síðasti veiðidagur rjúpaveiðitímabilsins var í gær en síðasti veiðidagurinn er á fimmtudaginn. Fréttavefur Skessuhorns hefur rætt við veiðimenn frá Akranesi og norður á Akureyri, sem allir eru sammála um að tíðarfarið hafi verið erfitt og menn því ekki náð nema nokkrum fuglum. Hugsanlega hafa aldrei færri rjúpur verið skotnar og líklega ekki fleiri en 40 þúsund fuglar í haust. Ekki er heimilt að veiða í dag, á morgun og á hinn svo eina tækifærið sem eftir er verður á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×