Innlent

Latibær hlaut BAFTA verðlaun

Magnús Scheving, höfundur þáttanna, veitti verðlaununum viðtöku.
Magnús Scheving, höfundur þáttanna, veitti verðlaununum viðtöku. MYND/Vísir

Latibær hlaut í gærkvöldi fyrstu verðlaun bresku kvikmynda-og sjónvarpsakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Þessi verðlaun eru helsta mótvægi Breta við bandarísku Óskarsverðlaunin.

Magnús Scheving , höfundur þáttanna, sagði í viðtali við Fréttastofuna í morgun að það hafi komið mörgum á óvart að Íslendingar skyldu hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hirt verðlaunin. Þættirnir hafa nú verið sýndir í rúmlega hundrað löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×