Innlent

Gylliboð verslana falla ekki alltaf í kramið

Hvert gylliboðið á fætur öðru er nú sett fram af kaupmönnum sem vilja laða viðskiptavini að. Bílasalar bjóða inneignir í verslunum og kreditkortatímabilið lengist. Nýtt greiðslukortatímabil hefst 7. desember og munu færslur eftir það greiðast í byrjun febrúar.

Bílasalar bjóða inneignir í verslunum og kreditkortatímabilið lengist. Nýtt greiðslukortatímabil hefst 7. desember og munu færslur eftir það greiðast

Leikfangaverslunin Leikbær býður viðskiptavinum sínum hins vegar að kaupa vörur núna, sem koma til greiðslu í febrúar. Í auglýsingu verslunarinnar segir að visakvittanir verði geymdar, en hún féll ekki í kramið hjá Visa Ísland og nú eru gerðir einstaklingssamningar við viðskiptavini. Vörurnar eru settar í reikning og sett á kortið þegar næsta tímabil hefst.

Elías Þorvarðarson framkvæmdastjóri Leikbæjar segir viðskiptavini taka þessu afskaplega vel, mikið hafi verið að gera en hann hafi fundið fyrir því að keppinautarnir hafi ekki jafn hrifnir og hann hafi verið kallaður á teppið hjá Visa og beðinn að auglýsa þetta ekki frekar. Hann muni fylgja því.

Elna Sigrún Sigurðardóttir hjá ráðgjafastofu um fjármál heimilanna segist verða vör við að fólk þurfi aukna aðstoð eftir jól, sérstaklega í febrúar þegar kemur að kreditkortagreiðslum. Hún ráðleggur fólki að gera áætlanir um eyðslu og fara ekki út fyrir þau mörk. Þá ráðleggur hún fólki sem ekki kann að fara með greiðslukort að klippa þau, því vextir af fjölgreiðslum séu mjög háir og fólk lendi í því að vera greiða miklu hærri upphæðir en það hefur ráð á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×