Fjárlögum vísað til þriðju umræðu 24. nóvember 2006 11:57 MYND/AP Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjörugar umræður spruttu í tengslum við atkvæðagreiðsluna um einstakar efnisgreinar frumvarpsins og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að ljóst væri af umræðunum að kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar væri hafin. Í athugasemdum um atkvæðagreiðsluna gagnrýndu fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina fyrir frumvarpið. Sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, að fjárlögin hefðu á sér kosningablæ og að það biði nýrrar ríkisstjórnar sem tæki við eftir kosningar í vor að vinna úr þeim. Fjárlögin væru tilraun til að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi setu í ríkisstjórn og þjónaði fjölmiðlaþörf ráðherra. Frumvarpið segði allt sem segja þyrfti um nauðsyn þess að skipta um ríkisstjórn í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að hafna öllum tillögum stjórnarandstöðunnar til breytinga á fjárlögum. Stjórnarandstaðan vildi gera átak til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en fengi ekki stuðning stjórnarmeirihlutans til þess. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, benti á að samkvæmt frumvarpinu skilaði ríkissjóður níu milljarða króna afgangi þrátt fyrir að stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál. Ríkisstjórnin ætlaði áfram að auka kaupmátt landsmanna á næsta ári með hækkun frítekjumarks og lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Áfram yrði því staðinn vörður um velferðarkerfið. Árni M. Mathiesen tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna að ráðist yrði í átak til að bæta hag lífeyrisþega á næsta ári ásamt því að matarskattar yrðu lækkaðir hér á landi. Sagði hann frumvarpið gott. „Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru hreinlega blindir," sagði ráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Fjörugar umræður spruttu í tengslum við atkvæðagreiðsluna um einstakar efnisgreinar frumvarpsins og sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, að ljóst væri af umræðunum að kosningabaráttan fyrir komandi þingkosningar væri hafin. Í athugasemdum um atkvæðagreiðsluna gagnrýndu fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina fyrir frumvarpið. Sagði Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, að fjárlögin hefðu á sér kosningablæ og að það biði nýrrar ríkisstjórnar sem tæki við eftir kosningar í vor að vinna úr þeim. Fjárlögin væru tilraun til að tryggja núverandi meirihluta áframhaldandi setu í ríkisstjórn og þjónaði fjölmiðlaþörf ráðherra. Frumvarpið segði allt sem segja þyrfti um nauðsyn þess að skipta um ríkisstjórn í vor. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi meirihlutann fyrir að hafna öllum tillögum stjórnarandstöðunnar til breytinga á fjárlögum. Stjórnarandstaðan vildi gera átak til að bæta kjör aldraðra og öryrkja en fengi ekki stuðning stjórnarmeirihlutans til þess. Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar, benti á að samkvæmt frumvarpinu skilaði ríkissjóður níu milljarða króna afgangi þrátt fyrir að stórauknum fjármunum væri varið í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál. Ríkisstjórnin ætlaði áfram að auka kaupmátt landsmanna á næsta ári með hækkun frítekjumarks og lækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Áfram yrði því staðinn vörður um velferðarkerfið. Árni M. Mathiesen tók í sama streng og sagði frumvarpið sýna að ráðist yrði í átak til að bæta hag lífeyrisþega á næsta ári ásamt því að matarskattar yrðu lækkaðir hér á landi. Sagði hann frumvarpið gott. „Þeir sem ekki sjá þetta, þeir eru hreinlega blindir," sagði ráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira