Innlent

Beðið eftir niðurstöðum rannsókna í Svíþjóð

Örninn Sigurörn verður að bíða frelsisins þar til niðurstöður á rannsókn sýna sem tekin voru úr honum liggja fyrir.
Örninn Sigurörn verður að bíða frelsisins þar til niðurstöður á rannsókn sýna sem tekin voru úr honum liggja fyrir. MYND/Stefán

Erninum Sigurerni verður ekki sleppt í dag eins og fyrirhugað var. Í morgun þegar menn voru í þann mund að fanga hann í Húsdýragarðinum komu fyrirmæli frá yfirdýralækni um að sleppa fuglinum ekki.

Að hans sögn er beðið eftir niðurstöðum sýna sem tekin voru fyrr í vikunni en kanna á hvort í fuglinum reynist mótefni gegn vægum tegundum af fuglaflensu. Slíkt mótefni fannst í landnámshænum í Húsdýragarðinum á dögunum og var á sjöunda tug fugla í garðinum fargað af þeim sökum.

 Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að sýni hafi einnig verið tekin úr tveimur fálkum í garðinum í vikunni og voru þau öll send til Svíþjóðar í rannsókn. Halldór veit ekki hvenær niðurstaðna er að vænta en vonast til að það verði sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×