Innlent

Björgólfur selur tékkneskt fjarskiptafyrirtæki

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. MYND/Vilhelm

Félög, sem að mestu eru í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar hafa selt eignarhlut sinn í tékkneska fjarskiptafyrirtækinu C-Ra, fyrir um 120 milljarða króna. Fyrir tveimur árum var þessi eign metin á 37 miljarða króna þannig að hagnaður af sölunni nemur um 80 milljörðum króna og að þar af er hagnaðarhlutur Björgólfs um 56 milljarðar. Þetta mun vera stærsta fyrirtækjasala Íslendinga í útlöndum til þessa.

C-Ra var upphaflega ríkisfyrirtæki, en var einkavætt fyrir fimm árum. Eftir söluna eiga félög undir forystu Björgólfs Thors í símafyrirtækjum í Grikklandi, Búlgaríu, Póllandi, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×