Innlent

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar stofnuð

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar var stofnuð í dag. Það var tónlistarkonan Lay lo sem opnaði fundinn í þjóðmenningarhúsinu með lagi sínu Mojo love.

Það var tónlistarkonan Lay lo sem opnaði fundinn í þjóðmenningarhúsinu með lagi sínu Mojo love.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði mikilvægt skref stigið og útflutningur á tónlist gæti numið um meira en einu prósenti af landsframleiðslu. Það eru utantíkis- menntamála- og utanríkisráðuneyti sem leggja árlega 10 milljónir í hina nýju útflutningsskrifstofu tónlistar, en Landsbanki Íslands og Samtónn leggja til 7,5 milljónir.

Valgerður hefur mikla trú á því að með þessu sé hljómsveitum sem eigi möguleika en skorti tækifæri til að markaðssetja sig erlendis, gert kleift að láta á það reyna.

Björgólfur Guðmundsson sagði mikinn kraft á íslandi og fannst sérstaklega áhugavert að veita menningu og listum meira brautargengi í útlöndum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði áhrifaþátt góðra tónlistarskóla vega þungt hjá tónlistarfólki og lagði til að Björgólfur fengi íslenska tónlist spilaða á leikvangi breska knattspyrnufélagsins West Ham sem hann festi nýverið kaup á.

Sykurmolarnir, Björk, Sigurrós og Emilíana Torrini, svo nokkrir séu nefndir, eru löngu orðin þekkt utan landsteinanna, og með þessu framtaki munu leiðin verða greiðari fyrir mun fleiri á næstu árum.

En tónlistarmenn fengu fleiri góðar fréttir í dag, því Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til við Alþingi að virðisaukaskattur á geisladiska verði lækkaður í 7%. Lækkunin mun taka gildi þann 1. mars 2007 um leið og aðrar breytingar á virðisaukaskatti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×