Innlent

Kærður fyrir að byrla konu svefnlyf og nauðga henni

Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgunar.
Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgunar. MYND/Heiða

Rúmlega þrítug kona hefur kært karlmann fyrir nauðgun sem varð um miðjan mánuðinn. Konan telur að maðurinn hafi byrlað sér svefnlyf á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. Maðurinn hefur neitað að hafa sett ólyfjan í glas konunnar en viðurkennir að hafa haft samræði við hana. Það hafi þó verið með hennar samþykki.

Hjá Neyðarmóttökunni fengust þær upplýsingar að sex til átta svona mál, þar sem grunur er um að fórnarlambi hafi verið byrlað ólyfjan, komi upp á hverju ári. Ekki liggja fyrir niðurstöður sýna í máli konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist oft erfitt að sanna það, að konum hafi verið byrlað svefnlyf eða önnur slævandi efni þar sem efnin hverfa hratt úr blóðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×