Innlent

Sýknaður af ákæru um naugðun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun en honum var gefið að sök að hafa þröngvað ungri stúlku til samræðis við sig þegar þau voru saman í bíl. Atvikið átti sér stað í fyrrasumar en stúlkan lagði ekki fram kæru í málinu fyrr en tæpu ári síðar.

Fyrir dómi neitaði ákærði að þekkja stúlkuna en sannað þótti út frá framburði hennar og vinkonu hennar að þau hefðu þekkst. Þótti framburður stúlkunar trúverðugur að því leyti að hún væri óframfærinn unglingur og fram kom í áliti sálfræðings að stúlkan þjáðist af mikilli vanlíðan sem oft mætti sjá hjá þolendum kynferðisofbeldis. Hins vegar benti dómurinn á að framburður stúlkunnar um það hvort mökin hefðu verið gegn vilja hennar hefði verið afar óljós sem benti ekki greinilega til þess að henni hafi verið hótað eða hún beitt ofbeldi. Var maðurinn því sýknaður af ákæru um nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×