Innlent

Vantar peninga svo hægt sé að opna skíðasvæðið

Ísafjörður.
Ísafjörður. MYND/GVA

Skortur á fjármagni kemur í veg fyrir að hægt sé að opna skíðasvæði Ísfirðinga og verður það að öllum líkindum ekki opnað fyrr en eftir áramót. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu en nægur snjór er kominn í Skutulsfjörð svo hægt sé að hefja skíðaiðkun.

Vefurinn hefur eftir Jóni Björnssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar, að skíðasvæðið sé komið yfir á rekstraráætlun þessa árs og viðbótarfjármagn þurfi svo hægt sé að opna svæðið á nýjan leik. Jón segir fjármagn til þess ekki liggja á lausu. Skíðafélagið á svæðinu skoðar hvernig það getur komið að rekstrinum til áramóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×