Innlent

Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst hér á landi á föstudag en þetta er í þriðja sinn sem staðið er fyrir slíku átaki. Alþjóðleg yfirskrift átaksins í ár er Eflum mannréttindi - stöðvum ofbeldi gegn konum!, en með því er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi eig að viðgangast.

Á fjórða tug samtaka og stofnana munu standa fyrir fundum, mótmælastöðu við dómstóla, málþingum, greinaskrifum, gjörningum, kvikmyndasýningum og öðrum viðburðum þá daga sem átakið varir eins og segir í tilkynningu. Dagskrá átaksins verður kynnt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands, www.mannrettindi.is, á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×