Spennusagnasíðdegi 22. nóvember 2006 14:26 Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15. Að þessu sinni kynna þrír spennusagnahöfundar nýútkomin verk. Jökull Valsson hefur áður gefið út Börnin í Húmdölum sem fékk góðar viðtökur. Hann les nú upp úr Skuldadögum, sögu úr undirheimum eiturlyfja í Reykjavík, "bráðlifandi og grátbroslega lýsingu á raunum ungs gæfulauss einstaklings sem þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn gróða en uppsker ekkert nema vandræði" eins og segir hjá útgefanda. Páll Kr. Pálsson og Árni Þórarinsson eru báðir höfundar fjölmargra bóka sem komið hafa út á undanförnum árum, eins og landslýður þekkir. Fyrir fjórum árum skrifuðu þeir svo saman bókina Í upphafi var morðið - nú senda þeir frá sér bókina Farþeginn, spennusögu um ferðalag í leigubíl sem tekur óvænta stefnu. Páll Kristinn mætir og les upp úr bókinni fyrir viðstadda. Ævar Örn Jósepsson sendir nú frá sér bókina Sá yðar sem syndlaus er - en áður hafa komið út margar spennusögur hans sem fengið hafa afbragðs viðtökur, og er skemmst að minnast Blóðbergs frá því í fyrra. Sá yðar sem syndlaus er fjallar um miðaldra karlmann sem skilur við eiginkonu sína eftir áratuga hjónaband og missir fótanna... Allir velkomnir! Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Alla fimmtudaga fram að jólum verður spennusagnasíðdegi í Kórnum á fyrstu hæð Bókasafns Kópavogs. Það er haldið í samstarfi Bókabúðarinnar Hamraborg, Bókasafnsins og Kaffibúðarinnar í Hamraborg. Fyrsta kvöldið er fimmtudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 17.15. Að þessu sinni kynna þrír spennusagnahöfundar nýútkomin verk. Jökull Valsson hefur áður gefið út Börnin í Húmdölum sem fékk góðar viðtökur. Hann les nú upp úr Skuldadögum, sögu úr undirheimum eiturlyfja í Reykjavík, "bráðlifandi og grátbroslega lýsingu á raunum ungs gæfulauss einstaklings sem þráir hið ljúfa líf og skjótfenginn gróða en uppsker ekkert nema vandræði" eins og segir hjá útgefanda. Páll Kr. Pálsson og Árni Þórarinsson eru báðir höfundar fjölmargra bóka sem komið hafa út á undanförnum árum, eins og landslýður þekkir. Fyrir fjórum árum skrifuðu þeir svo saman bókina Í upphafi var morðið - nú senda þeir frá sér bókina Farþeginn, spennusögu um ferðalag í leigubíl sem tekur óvænta stefnu. Páll Kristinn mætir og les upp úr bókinni fyrir viðstadda. Ævar Örn Jósepsson sendir nú frá sér bókina Sá yðar sem syndlaus er - en áður hafa komið út margar spennusögur hans sem fengið hafa afbragðs viðtökur, og er skemmst að minnast Blóðbergs frá því í fyrra. Sá yðar sem syndlaus er fjallar um miðaldra karlmann sem skilur við eiginkonu sína eftir áratuga hjónaband og missir fótanna... Allir velkomnir!
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira